Líf og list - 01.06.1951, Side 19

Líf og list - 01.06.1951, Side 19
Annaðhvort er listamaðurinn eða er ekki. Ef hann notar listrænt form, skáldsögu, mynd, tónverk til að reka einhvern áróður, boða emhverja ákveðna stefnu eða lífsviðhorf án þess að gæta listrænna sjónarmiða eða beygja efmð undir hstrænar kröfur, þá hvorki er hann né getur talizt listamaður, held- ur öllu fremur hversdagslegur fréttaritari eða einn af þeirri leiðinlegu tegund málara, sem standa í hvað nánustu sambandi við ljósmyndavélina. Hitt er svo annað mál, að öll góð list hefur mikið áróðursgildi og því meira því betri sem hún er, þannig er eitt kvæði eftir Púskin um blóm heldur en bók eftir Símonov um, að fólk eigi að vinna meira. Sú stað- reynd má aldrei gleymast, að efnið eitt skapar ekki listaverk, heldur sá búningur, sem því er gefinn. Ég varð þráfaldlega var við það í Austur-Evrópu, að fólk greindi list aðallega í tvennt: borgara- lega list eða hstina fyrir listma (I’art pour l’art) og framfarasinnaða list (progressive). Ef list- in var ekki að einhverju leyti efnisins vegna jákvæð fyrir stéttarbaráttuna og sameignarstefnuna, þá er hún skilgreind sem borgaraleg. Það er erfitt að skilja, hvernig léleg list getur haft meiri áhrif á fólk til góðra hluta en góð list, enda þótt ríkari kunni að vera af áróðursinnihaldi. Góð list er ekki nauðsynlega það, sem fólkið dáir í dag. Smekkur almennings er yfirleitt mjög tak- markaður mælikvarði á list. Tíminn einn fær endan- lega skorið úr um gildi listar. Þess vegna ber að hlúa að allri listrænni viðleitni, enda þótt hún falli ekki saman við ákveðna dagskipun eða stefnuskrá. Á 12. og 13. öld voru skapaðar á Islandi bók- menntir, sem lifað hafa með þjóðinm æ síðan, verið stolt hennar og ljómi og gert hana að mennmgar- þjóð í augum umheimsins, — íslendingasögurnar. Ef miða á efni þeirra, íslenzka bóndann á landnáms- öld í starfi sínu og vígaferlum við efnismeðferð höf- undanna, þá er þessi sami bóndi kominn í stíl franskra riddara, orðinn margföld hetja, leggur stund á vopnaburð og sækir heim erlenda þjóðhöfðingja, eða hann glímir við drauga og eyðir óvættum, en stundar jarðyrkju einkum sem sport. Hvernig hefði nú farið, ef gerð hefði verið sú krafa á þeim tíma, að í bókmenntum ætti að brýna fyrir bændum að LÍP 0g LIST slétta tún sín og víkka út garða? Hvar stæði ljómi okkar þá og stolt okkar sem þjóðar? Já, og ekki einu sinm víst, að við töluðum sama málið enn í dag, ef svo hefði farið. — Og samt: Er hægt að hugsa sér nokkuð íslenzkara en þessar sögur? Það er eðlilegt á tímum mikilla þjóðfélagsbreyt- inga, að öllum kröftum sé beitt í þágu hins nýja á- taks, — einnig listinni. En tilgangurinn má ekki helga meðalið. Það má ekki gera listina að smekk- lausu áróðurstæki og blaðamennsku, ef hún á að komast hjá því að bíða alvarlegan hnekki um ófyrir- sjáanlega framtíð. Guðmundur J. Gíslason. Á kaffihúsinu Framh. af bls. 2. líka að leita. Leiðir vorar eru margar og eflaust sumar afvega, en þær liggja allar frá tengdamúttu. Skilið kveðjum vorum til gömlu konunnar, segið henni, að vér metum hana mikils og elskum hana, eins og hún var í blóma lífsins og óskum henni alls þess, sem þér óskið henni, aðeins ekki þess, að hún lifi sjálfa sig. Og ef vér höfum fundið fyrirheitna landið, þegar þér loks gangið niðurlútur frá gröf hennar, þá bjóðum vér yður hektar lands til að rækta, — eða viljið þér kannske heldur litla á til að dorga í? ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS h.f. Reykjavík ísafirði Siglufirði Akureyri Seyðisfirði Vestmannaey jum Annast hvers konar bankastarfsemi 19

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.