Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 8

Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 8
verka hans. Engu að síður gerir hún miklar kröf- ur bæði til leiks og söngs. Grunnblæ óperunnar mótar hin örlagaþrungna formæhng Monterones greifa. Aríur og hóp- söngvar, gerð af sálrænu innsæi og frumleik, verð- ur dramatisk þungamiðja sýningarmnar og missir hvergi marks. Þó má segja að hið óhugnanlega lag stigamannsins og o o þrumuveðrið hafi fremur á sór blæ hljómsveitarlaga. — Átakanlegt er gamanlag hirðfífls- ms, sem með hryggð í huga verður að gegna hlutverki sínu og skemmta hirðinni. Margir munu hafa Else Miihl kannazt við hinn alkunna húsgang, La clonna Mobile, þar sem hertoginn syngur um brigðmælgi kvenna. Áhrifamikill og snilldarlega gerður er síðasti kvartettsöngur aðalleikendanna. Þótt hver söngvan hafi þar sínu einstaklings bundna hlutverki að gegna, verður söngurinn í heild sem samnefnari fyrir framvindu leiksins. Með hlutverk hertogans fór Stefán Islandi. Stefán er nú orðinn þrautreyndur óperuösngv- ari og kom víst engum á óvart, þótt hann skilaði hlutverki sínu glæsilega. Hreyfingar, látbragð og fas bar vitni þeirri löngu þjálfun á leiksviði, sem hann hefir notið. Nokkrum þreytublæ brá stund- um fyrir á rödd hans, hvort sem það er stundar- fynrbæri, eða að rödd hans er að hraka, en það vonum við, að ekki só. Aðalkvenhlutverkið (Gilda) var í liöndum kornungrar, austurískrar óperusöngkonu, Elsu Muhl. Hún hefur mjúka, blæbrigðaríka kóloratúr- rödd, sem hún beitir af kunnáttu og smekkvísi. Aðalstyrkur leiks hennar lá einkum í því, hve litla tilraun hún gerði til að leika. Framkoman var eðlileg og látlaus, svo sem hæfði hlutverkinu. Aðalhlutverkið, Rigoletto, söng Guðmund- ur Jónsson. Guðmundur er að vísu kunur sem einn af beztu söngvurum okkar, en hann er ný- liði á óperusviðinu, og því vakti meðferð hans undrun og ánægju. Hann hefir lagt frábæra rækt og alúð bæði við söng og leik þessa vandasania og erfiða hlutverks og leyst það af hendi með á- gætum. Helzt virtist skorta á, að leikur hans væri nógu sannfærandi, er hann stóð yfir líki dóttur sinnar. Ævar ICvaran fór með hlutverk greifans Monterone. Má hann eftir atvikum teljast hlutgengur, en mjög skorti þó á þá kynngimögn- uðu rödd og framsögn, sem hlutverk þetta krefst, ef vel á að vera. Spartafucile, leigumorðingjann, og Mad- dalenu, systur hans, leika þau Kristinn Hallsson og Guðmunda Elíasdóttir. Var furðu lítill viðvan- íngsbragur á meðferð þeirra, og bæði eru þau góð- um röddum gædd. Gætti þess þó all-mjög, að raddsvið Maddalenu er of lágt fyrir sópranrödd Guðmundu. Með hlutverk hirðmanna hertog- ans fóru Sigurður Öl afsson (Cep- r a n o greifi), Einar Sturluson (Mattheo Bor- sa) og Gunnar Kristinsson Mar- ullo). Greifafrú Ceprano lók Elin Ingvarsdóttir, en fóstru Gildu, Gio- vönnu, Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Vörð lók Karl Sigurðsson, en hirðsvein Hanna Helgadóttir. Voru þeim hlutverkum yfirleitt gerð sómasamleg skil. Þá eru ónefndir þeir menn, sem borið hafa hita og þunga æfinganna, en það eru leikstjórinn Simon Edwardsen frá Konunglegu óperunni i Stefán tslandi S LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.