Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 18

Líf og list - 01.06.1951, Blaðsíða 18
[ * MYNDLIST * J NOKKUR ORÐ UM LIST eftir Guðmund f. Gíslason J SOVÉTLIST OG LIST annarra sósíalískra ríkja er gerð sú meginkrafa, að uppbygging sósíalism- ans, stéttarbaráttan og maðurinn sem félagsvera sé inntakið í verkum listamannsins eða tjái á einhvern annan hátt hinn þjóðfélagslega veruleika; listamað- urinn gerður samábyrgur hinum ríkjandi öflum í uppbyggingarstarfinu og framvörður í baráttu sósíal- ismans: Ef hvetja þarf einyrkjann til samyrkju eða fólk úr sveitunum í bæina, ef sýna þarf þjóðinni fram á ágæti véltækninnar við framleiðsluna eða hættuna, sem stafar frá samtökum óvinarins, verður listamaðurinn þannig að koma til skjalanna. Málar- inn verður að leggja áherzlu á hið bókmenntalega; söguinnihaldið á kostnað hins myndræna. Hinn tví- víði flötur myndarinnar, sem aðeins er til í rúmi, látinn tákna tímann, söguna. Rithöfundurinn verð- ur að hvetja manninn í starfi sínu og leggja áherzlu á samband einstaklingsins við heildina og heildina sem slíka. — Sjónarmiðið til listarinnar þannig þjóð- félagslegt fremur en listrænt. Þegar ég fór að grennslast eftir orsökum þessara sjónarmiða, meðan ég dvaldist í Austur-Evrópu í fyrrasumar og haust, fékk ég aðallega eftirfarandi svör: Ollu verður að fórna í þágu stéttarbaráttunn- ar og sósíalismans, einnig listinni, a. m. k. um stund- arsakir, eða: Við höfum tekið hina einu réttu af- stöðu listinni til framgangs. Við erum að skapa list fyrir fólkið, list, sem fólkið skilur. Stéttarbaráttan og samvirkir þjóðfélagshættir eru ekki nema tvö fyrirbæri af mörgum í mannlegu lífi og samfélagi. Það væri þess vegna ekki rétt og reynd- ar ekki hægt að gera þá kröfu, að allir listamenn geri þessi tvö atriði að höfuðinntaki verka sinna. Ekki rétt, vegna þess að líf og tengsl mannanna eru fjölbreyttari en svo, ekki hægt, vegna þess að slík krafa er óframkvæmanleg. Reynsla hvers eins er svo 18 takmörkuð, tilfinnmgar okkar svo ólíkar og bundn- ar svo ólíkum sviðum mannlífsins, að allir verða ekki steyptir í sama mót; listamaðurinn ekki einu sinni fær um að gefa allri sinni reynslu listrænan búning, hvað feginn sem hann vildi. Hann verður að leita í sjálfum sér, finna hvað hann hefur að segja og um fram allt, hvað hann getur sagt. Hann vill kannski segja eitthvað, sem hefur þýðingarmikið inmhald, segja eitthvað sem góður baráttumaður, eitthvað, sem hefur stundargildi, — er allur af vilja gerður, en getur það ekki, getur það ekki sem lista- maður, og ef hann getur það, er þá kannski misskil- mn, af því hann er ekki nógu augljós. Hvernig ætti þá nokkur að geta sagt listamanninum, hvað hann á að gera? Hvernig ætti nokkur að geta sagt rit- höfundinum um hvað hann á að skrifa eða hvernig. eða málaranum, hvað hann á að mála eða tónskáld- inu eða myndhöggvaranum eða flautuleikaranum eða . . . ? Hvernig ætti yfir höfuð að vera hægt að setja inn í áætlun þetta djúp mannlegra tilfinninga, sem kallast sálarlíf, þegar einstaklirtgurinn þekkir það naumast sjálfur — og það af stjórnmálamönn- um? Slíkt væri ekki aðeins fáheyrður barnaskapur, það væri hlægilegt. Listin sprettur upp af þjóðfélagsveruleikanum eins og hann mótar hið daglega líf fólksins; dagur- inn í dag með sínum margslungnu fyrirbærum, gleði okkar og sorg, draumar okkar og vonbrigði, bar- átta okkar, sigrar okkar og ósigrar, allt hið augljósa og hversdagslega og svo hitt, sem ekki verður skil- ið — nútíminn — það er list okkar. Ef listamaður- inn vex upp í heilbrigðu þjóðfélagi, ef hann lifir í nánum tengslum við hinn vinnandi fjölda, þá hlýt- ur list hans að mótast af því. Ef hlúð er að honum og honum gefin góð vaxtarskilyrði, hví skyldi list hans þá ekki bera merki þess? LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.