Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 8
Nokkur erindi úr kvæðinu: DRUKKNA SKIPIÐ Séð hef ég lágsól óræðum ógnum seyrna lýsandi upp sjávarins löðurstorkn fjólublá, ölduna líkt og leikara í harmleik fornum velta sáldhrolli sínum í fjarska frá. Dreymdi mig nætur grænar geislandi mjallir, koss sem að augum sjávarins seinlega brá, safa sem einhversstaðar streymdi um þallir, velsöngvin maurildi er vakna upp gul og blá. Mánuði heila elti ég ægis dætur herjandi á rifin sem hamstola kúager, bauð ekki í grun að bjartir maríufætur teymt gætu andlömuð höfin á eftir sér. Víst hef ég furður Flórídaeyja þekktar hvar blönduðust ilmjurtum augu hlébarðans með mannshúð! regnboga rétt sem tauma strekkta út undir sjónbaug við sægrænan hjarðafans. Séð gerjast feiknlega vaðla, fiskiháfa hvar úldnaði í sefinu sannur Levitan! Um lygnubletti velta holskeflu háa og firnindin enda í iðudrjúgum gjám. Jökla, silfursól, skeljavötn, himna sviðna! sokkið á botni brúnum voveiflegt far, orma tröllvaxna etna lúsum og skriðna, trjágróður undinn er angan svarta bar. 6 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.