Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 4

Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 4
Úr Árstíð í víti KVEÐJA Haustið komið! — En hversvegna að sakna eilífrar sólar ef við erum kallaðir til að uppgötva himneska birtu, — langt fró fólkinu sem deyr ó órstíðunum. Haustið. Bótur okkar, hótt uppi í hreyfingarlausum þokunum, sveigir í stefnu ó höfn eymdarinnar, borgina miklu ó himni flekkuðum eldi og leðju. Æ! Þeir morknuðu tötrar, regnsósa brauðið, ölvunin, óstirnar þúsund, sem hafa krossfest mig! Hún ætlar þó ekki að hætta þessi drottnandi blóðsuga milljón dauðra sólna og líkama, sem eiga eftir að koma fyrir dóm- inn! Ég sé mig aftur með húð mína étna for og plógum, hórið fullt af ormum og axlarkrikana og ennþó stærri orma í hjartanu, liggjandi með- al ókunnugra ón aldurs, ón tilfinninga . . . Ég hefði getað dóið þar .. . Hrylli- leg minning! Ég hata eymdina. Og ég skelfist veturinn, því það er órstíð hóglífisins! Stundum sé ég ó himnum óendanlegar strendur þaktar hvítum fagnandi þjóð- um. Stórt gullfar uppi yfir mér blakar marglitum veifum sínum fyrir morgun- golunum. Ég hef skapað allar hótíðir, alla sigra, alla harmleiki. Ég hef reynt að finna upp ný blóm, nýjar stjörnur, ný hold, ný tungumól. Ég hef haldið 2 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.