Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 17

Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 17
rad Kickert gagnrýnandi við De Telegraaf. Allt frá árinu 1907 kvartaði Kickert yfir því í blaði sínu, að Mondrian væri ekki nægilegur sómi sýndur í Hollandi. Það var einnig Kickert, sem gerði málaranum kleift að fara til Parísar með því að lána honum vinnustofu á Montparnasse. Mondrian mun hafa haldið því fram skömmu áður en hann dó, að hann hefði komið til Parísar í fyrsta sinni um 1910. Þetta virðist vera rangt hjá honum. Hins- vegar má færa að því góð rök, að það hafi verið seint í desembermánuði 1911. I hinni lifandi og að því er virðist prýð- islega nákvæmu bók um Piet Mondrian, lýsir Michel Seuphor því hvernig umhorfs var í listlífi Parísar í byrjun árs 1912: ,,1912 náði hámarki þróunin, sem tók að skjóta rótum 1874. En þegar Mondrian kom til Parísar lá ekki málið svona ljóst fyrir. Vafalaust hefur það verið fullkomin ringulreið, sem ■ fyrst blasti við honum, ýmiskonar stefnur, er hrúguðust upp á kynlegan hátt og kröfðust þess af áhorf- andanum að hann brigði fyrir sig ein- hverskonar hugarleikfimi, er nær ómögu- legt var að tileinka sér. En við skulum athuga betur hvað var að gerast. Hin analytíska grein Kúbismans hafði náð fullum þroska. Léger, Gleizes, Metzinger, Marcoussis, Villon og nokkrir aðrir höfðu í eitt ár verið þátttakendur í hreyfing- unni, sem Braque og Picasso hleyptu af stokkunum. Nokkrar myndir síðastnefndu málaranna höfðu gefið fyrirheit um syn- tetíska Kúbismann. Fyrstu límingamynd- irnar úr pappír (Collages) litu dagsins Ijós. 1 febrúarmánuði setti Severini fyrstu sýningu Fútúristamálverka á svið í Bern- heim Jeune galleríinu. Og Delaunay sýndi Les fenétres simultanées lijá hinum óháðu en þeir voru lyrískt svar við algjöru litar- leysi Kúbistamynda fjögurra undangeng- inna ára. Gleizes og Metzinger gáfu út bók sína um Kúbismann, þá fyrstu, sem til- einkuð var stefnunni (Kúbistamálararnir Sjálfsmynd (um 1900) Théo van Doesburg (um 1923) Birtingur 15

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.