Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 30
Bjarni Benediktsson: Leiðtogafundinum í París lauk áður en
hann hæfist. Fjórmenningarnir voru
komnir á staðinn með fríðu föruneyti; en
þegar til átti að taka, setti einn þeirra
skilyrði fyrir þátttöku í fundinum. Þeim
skilyrðum var hafnað, og fundinum þar
með slitið um leið og hann var settur.
Fjórmenningarnir eru að tínast hver til
síns heima, en fólkið í löndunum situr
uppi með sárt enni og sviknar vonir.
Krústjoff hefur verið skammaður óbóta-
skömmum á Vesturlöndum fyrir fram-
göngu sína í París. Sá, sem þetta ritai',
telur einnig að hann hafi breytt óhyggi-
lega; en eigi að síður er unnt að setja sig
í spor hans. Svo mikið er víst, að Dwight
Eisenhower hefði ekki setzt að samninga-
borði við Krústjoff ef sovétstjórnin hefði
skömmu áður orðið uppvís að njósnaflugi
yfir Bandaríkjunum og Grómíkó utanríkis-
ráðherra lýst yfir að því yrði haldið áfram
til að tryggja sem bezt öryggi Sovétríkj-
anna; Eisenhower hafði jafnvel margsinn-
is haft við orð, að hann sæti aldrei nema
eina viku á fundinum, af því að hann
þurfti að fara að heyja í Gettysburg. En
þess ber að gæta, að Krústjoff „átti“
þennan fund frá upphafi. Það var hann
sem beitti sér fyrir honum, hann hefur
knúið vestrænu leiðtogana einn af öðrum
til að ræða við sig; og forustumanni
sósíalísks ríkis ætti að vera meira kapps-
mál en leiðtoga auðvaldsríkis, að friður
eflist og sættir takist með þjóðum. Hvað
er það annað en pólitískt fljótræði, að
slíkur maður setji á allra seinustu stundu
svo harkaleg skilyrði fyrir aðild að jafn-
mikilvægri ráðstefnu? Hverskonar fram-
ganga er það að hlaupa fyrstur frá þeim
dyrum, sem maður hefur sjálfur opnað
með ærinni fyrirhöfn?
Eftir að Krústjoff birti skilyrði sín í
París var komizt svo að orði í heimsfrétt-
unum, að bæði hann og Eisenhower væru
óvígir og gætu ekki tekið sér neitt fvrir
hendur um ráðstefnuna. En halda þeir
28 Birtingur