Austurland


Austurland - 23.12.1993, Side 19

Austurland - 23.12.1993, Side 19
19 JÓLIN 1993. ónsson lunaði og svall“ ði fyrir 50 - 60 árum #■ , • * tf '{ i r / 1939 en þá flutti hann til Reykja- víkur. Svavar var mikill lista- maður. Auk þess að vera mikill harmónikuleikari var hann ágætt tónskáld og samdi mörg fallegt lög sem eiga eftir að lifa meðal þjóðarinnar um ókomna tíð, t. d. Sjómannavalsinn. Svavar lék víða um Austur- land og einnig nokkrum sinnum í útvarpið m. a. með Róberti Arnfinnssyni leikara, sem þá var að alast upp á Eskifirði. Svavar Benediktsson var ákaf- lega duglegur harmónikuleikari og munaði ekki mikið um að spila frá kvöldi til morguns ef svo bar undir. í einjii slíkri spilamennsku var hann að spila á Fáskrúðsfirði og'datt þar fram af sviðinu. Hánn kom ofan á konu sem sat fyrir framan sviðið og segir sagan að hún hafi lærbrotnað. í>á var Svavar einnig ágætur leikari og söngvari. Kátir félagar Ég byrjaði senmma að spila á orgel og á unglingsárunum mín- um spilaði ég nokkuð mikið. Geir bróðir minn átti mandólín og spiluðum við mikið saman. Hilmar Björnsson sem var mik- ill vinur okkar útbjó sér tromm- ur úr skinnum og til varð hljóm- sveitin Kátirfélagar, sem spilaði heima fyrir um all iangt skeið. Þegar Svavar Benediktsson flutti til Reykjavíkur skapaðist tómarúm í dansmúsikinni og kom nú að því að við vorum drifnir til að spila á dansleik í Gúttó. Við gerðum mikla lukku á ballinum en slagsmálin voru þvílík að orgelið á sviðinu rugg- aði. Fljótlega vorum við svo fengnir til að spila á dansleik í barnaskólanum. Á þessum árum héldu Kven- félagið Nanna og Kvennadeild Slysavamarfélagsins stórdans- leiki í barnaskólanum. Dans- leikir þessir voru hefðbundnir fjáröflunardansleikir þessara fé- laga. Skólaböllin voru fínir dansleikir. Kvenfólkið var í síð- um kjólum, karlmennirnir í sínu fínasta pússi og nokkrir klædd- ust meira að segja smoking, en það voru þeir sem keyptu sér smokinga í siglingunum til Englands. Nú var farið að stunda spila- mennskuna af alvöru. Fyrst spil- uðum við á orgelið umrædda, mandólín og trommur. Síðan fengum við harmónikur, eina frá Danmörku og aðra frá Eng- landi. Þessar nikkur voru með píanónótum svo þeir sem spil- uðu á orgel voru fljótir að kom- ast upp á það að spila á þær. Trommusett keyptum við i Keflavík á einni vetrarvertíð- inni. Hljómsveitaskipanin var þá þannig að Geirspilaði til skiptis á mandólín og harmóniku, ég spilaði á harmóniku og Hilmar átrommurogallirsungum við. Það kom stundum fyrir á góð- viðriskvöldum sumarsins að við spiluðum úti. Safnaðist þá margt fólk á götuna og fyrir neð- an húsið heima. Á þessum tíma var lítið um músik og það var ekki víða sem hægt var að hlusta á hana í útvarpi. Því var þetta kærkomin tilbreyting í hvers- dagslífinu. Einu sinni kom áhöfn af frönskum togara upp í brekk- una og sátu þeir eins og brúður með húfurnar 1 höndunum á meðan við spiluðum. Heima hjá mér var til fiðla og einu sinni þegar við vorum að spila fyrir gesti spilaði Reynir Zoéga á fiðluna og var það skemmtileg tilbreyting. Á þessum árum var það nokk- uð algengt að ungir menn gengu Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla og farsæts komandi árs Kaupfélag Vopnafjarðar Vopnafirði Tannlæknastofa Pálma Þ. Stefánssonar Neskaupstað Búnaðarbankinn Egilsstöðum Ferðamiðstöð Austurlands Raftækjavinnustofa Sveins Ó Elíssonar Urðarteigi 15 Neskaupstað Viðskiptaþjónusta Guðmundar Ásgeirssonar Sími 71177 Neskaupstað Vélasalan Ánanaustum Reykjavík Brúnás Egilsstöðum Pöntunarfélag Eskfirðinga Eskifirði Gurtnar og Snæfugl Fiskverkun GSR Reyðarfirði Sólning Egilsstöðum sími 12002 Gúmmíbátaþjónusta Austurlands hf. Hlíðargötu 25 Neskaupstað Málm- og skipasmíðafélag Norðfjarðar Neskaupstað Flugleiðir ísgata hf. Nóatúni 17 Reykjavík Vélar og Skip hf. Fiskislóð 137a Reykjavík Gjörvi sf. Grandaskála, Grandagarði, Reykjavík ísmar hf. Síðumúla 37 Reykjavík Verslunarþjónustan hf. Kirkjubraut 2 Akranesi Friðrik A. Jónsson Fiskislóð 90 Reykjavík Sendum öllum Noröfirðingum bestu jóla- og nýársóskir með þakklæti fyrir árið sem er að líða. Hittumst heil á nýja árinu. Guðrún Sigurjonsdottir Stefán Þorleifsson stödd í Gautaborg Svíþjóð

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.