Austurland


Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 31

Austurland - 23.12.1993, Blaðsíða 31
JÓLIN 1993. 31 Heimili Sigríðcir Rósu á Eskifirði. ..Nlaður er nú ekki sterkur núna." var orðtak á skrifstof- unni þegar beðið var um pen- inga. En niér fannst ég aldrei vera að biðja þá unt eitthvað sem ég átti ekki rétt á. Það var búið að vinna fyrir þessu kaupi. Ég sagði áðan að mér hefði þótt Eskfirðingar skrýtnir og veit að þeim þótti ég líka skrýtin. Ég talaði rneira en aðrir þegar ég hitti fólk því þess á milli þurfti ég að þegja. Alla daga var ég mest ein með krakk- ana og hafði því mikla þörf fyrir að tala við einhvern. Pegar ég hitti manneskju, sem ég gat rætt við. var ég oft dauðþreytt á eftir af því einu að nota heilabúið til að koma hugsunum mínum í orð. Ég talaði auðvitað við börnin, fór með vísur og kvæði fyrir þau, en það reyndi ekki mikið á hugsunina. Ég hlustaði mikið á útvarp. Útvarpið var andlegur bjargvættur minn í einangruninni. Ég fann fijótt að ég hafði aðr- ar skoðanir en fólkið í kringum mig. Ég dró ekki endilega fyrir gluggana því ég var ekki að gera neitt sem aðrir máttu ekki sjá. Ég sá heldur ekki ástæðu til að halda því leyndu sem ég var að gera eða ætlaði að fara að gera, en sagði það þeim sem ég lenti á spjalli við. Hér var algengt að fólk héldi því leyndu ef það var að fara í burtu, t. d. til Reykja- víkur. „Jú, kannski. Pað getur svo sem verið,“ sagði það eins og þetta væri hernaðarleyndarmál. Stundum virkaði það sem ég gerði ögrandi, eins og þegar ég hjólaði á stuttbuxum inn í bæ. Á þessum tíma þótti það ekki viðeigandi af fullorðinni konu. En mér var alveg sama hvað fólk sagði, þetta voru mín læri. Smátt og smátt vandist fólk svo þessum vitlausa kvenmanni sem aumingja, vesalings Ragnar hafði lent á. Ég eignaðist Kristján 25. nóv- ember 1948, á afmælisdegi Ás- geirs bróður. Ásgeir átti vin á Eskifirði, Rafn Helgason, sem var fæddur 19. nóvember og voru þeir vinirnir stundum að metast á um það hvor þeirra fengi barnið í afmælisgjöf. Ás- geir var að vonum stoltur yfir því að frændi hans fæddist sama dag og hann en tveimur árum seinna eignaðist ég Kristinn 19. nóvember. Ég gerði því ekki upp á milli þeirra vinanna. Hér var rafmagn frá vatnsafis- stöð, einni af þeim fyrstu á land- inu, og var stöðin í gangi til klukkan tólf á miðnætti. Það átti því að panta rafmagn ef maður þyrfti á því að halda á nóttunni. Kristján fæddist klukkan eitt eftir miðnætti en við höfðum gleymt að panta rafmagn svo hann fæddist við kertaljós. Kristján var ósköp magur þegar hann fæddist og sagði Mekkín Bjarnadóttir, vinkoná Guðrúnar Árnadóttur, þegar hún sá hann og strauk upp eftir höfði hans: „Að sjá þetta. Hann er eins og horaður svartfugl.“ Það var rétt, hann var alveg blár í gegn. Ljósmóðirin sagði að hann hefði verið 14 merkur þegar hann fæddist en hún var nokkuð drjúg á vigtinni því þeg- ar ég vigtaði hann, sex vikna gamlan, var hann aðeins 13 merkur. Ég hef því meiri trú á að hann hafi verið 11 merkur þegar hann fæddist. Ég mjólk- aði illa og það var litla mjólk að fá. Eftir að barnið fæddist fékk ég aðeins hálfan líter til viðbótar við þann líter sem okkur hafði tekist að tryggja okkur innan úr sveit. Ég fékk því aðeins einn og hálfan líter fyrir fjórar mann- eskjur; okkur Ásgeir, sem bæði vorum mjólkurbörn, Sigrún, sem var eins árs, og hvítvoðung- inn. Við Ásgeir urðum því að skera niður okkar mjólkur- drykkju og hafði það strax slæm áhrif á tennurnar. 1949 fór ég svo að fá tvo lítra af mjólk á dag og hálfan líter af skyri tvisvar í viku. Við fórum með tóman brúsa og hengdum á nagla inni í bæ á morgnana og síðan var búið að skipta um brúsa unt há- degi og þá sóttum við mjólkina. Ég var viðkvænt fyrir því ef ég fann súrheysbragð af mjólkinni en það getur fundist ef komið er með súrhey í fjós fyrir mjaltir. Fyrir hátíðir kom rjómi og skyr frá Akureyri en hér var ekkert mjólkurbú og ekki seld mjólk í Pöntunarfélaginu fyrr en eftir 1960. Það þóttu mér miklar framfarir. Líf sjómannskonu með lítil börn getur verið ömurlegt. Hún er á vakt allan sólarhringinn, þarf að sinna öllum sem upp kemur á heimilinu og hefur eng- an til að ráðfæra sig við. Það var ekki verið að hringja út í sjó þó að eitthvað kæmi upp á. Ég vandist þessu smátt og smátt en ég tek undir með prestinum, sem sagði um hjón sem voru að skilja, að það væri brot á Guðs og manna lögum að eiginmenn væru svona mikið að heiman. Það verður aldrei heil brú í fjöl- skyldulífi sjómanna sem eru fjarvistum langtímum saman. Þegar þeir eru heima reyna kon- umar yfirleitt að hlífa mönnum sínum og gera þeim lífið ánægjulegt. Þær eru ekki að jarma yfir því að krakkarnir hafi verið veikir í síðustu viku og hvað þær hafi þurft að vaka mikið. Þar af leiðandi gera sjó- menn sér oft litla grein fyrir þeirri vinnu sem heimilishaldið krefst því allt leikur í lyndi þann stutta tíma sem þeir eru heima. Eftir langa túra var algengt að menn vildu fá sér í glas og skemmta sér þegar þeir voru í landi enda hefur það loðað við sjómenn að þeir drekki meira en aðrir og varð þessi drykkja mikil lenska á togurunum. Sjó- menn drukku ekki endilega meira en aðrir en drykkjan fór fram á styttri tíma í stærri skömmtum. Ef bátarnir sigldu með afla til útlanda keyptu flest- ir ómælt af víni og voru bátarnir yfirleitt ekki strangt tollskoðað- ir eftir slíkar ferðir. Sjómenn áttu því flestir nóg af víni og þegar það var búið var áfengi pantað frá Áfengisútsölu ríkis- ins á Seyðisfirði. Ég legg áherslu á að í þessum landlegum voru menn að skemmta sér. Þeir skemmtu yfirleitt ekki konum sínum og börnum. Sjómannskonur verða að stjórna öllu sem fram fer á með- an menn þeirra eru í burtu og eru því ekki tilbúnar til að láta af stjórninni þegar þeir koma í land. Ég leyfði Ragnari að mestu að ráða þann stutta tíma sem hann var heima en þegar hann kom í land 1957 var ég ekki tilbúin til að láta af stjórn- inni og láta hann fara að ráða einu ogöllu. Mérfannst mérfar- ast stjórnin miklu betur úrhendi enda orðin vön henni. Þannig var það þegar við fór- um aðbyggja. Égtók ákvarðan- ir á meðan Ragnar var úti á sjó og átti ekki í erfiðleikum með að setja mig inn í byggingafram- kvæmdirnar. Ég hafði áður gert tilraunir til að kaupa hús, hafði áhuga á að kaupa Hól en það gekk ekki og seinna skoðaði ég Bjarma sem erágætt einbýlishús úr timbri. En mér leið svo undarlega þar inni að ég hvarf algjörlega frá því að kaupa húsið. Það var eins og ýtt væri á mig úr öllum áttum og það vældi í húsinu þegar ég gekk um það. Ég hef komið inn í Bjarma eftir þetta og ekki fundið fyrir neinu. Það var líklega verið að gefa mérbendingu um að kaupa ekki húsið. En við þurftum að stækka við okkur, komin með þrjú börn, og tókum það ráð að byggja. Tekjur Ragnars voru misjafnar, einu sinni kom hann með 700 krónur eftir síldarvertíð sent hefði þurft að duga okkur fram í janúarlok en gerði það engan veginn. Vertíðin 1952 gekk hins vegar betur. Þá kont hann heirn með 30.000 krónur, sem voru góð árslaun, og þá byrjuðunt við að byggja." Svæðisskrifstofa málefna fatl- aðia á Austurlandi sendir Austfirð- ingum og Héraðsbúum bestu jóla- og nýárskveðju og þakkar samstarf og samskipti á árinu sem er að líða. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóia og farsæls komandi árs Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða VERSLUNIN VIK Hafnarbraut 3 - © 71900 - Neskaupstað r Oskum Austfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. £ é Minnum á margar aukaferðir fyrir jól og um áramót. Leitið upplýsinga A JSTFJARÐALEID/ — ^0\ 97-71713

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.