Húsfreyjan - 01.01.1950, Blaðsíða 7

Húsfreyjan - 01.01.1950, Blaðsíða 7
umráða, lil aukimiar meniitunar kvenna, svo sem í heimilisstörfum og matreiðslu. Þar sem oss virðist, að þetta mál sé |>ess vert að vera styrkt af B. í. og B. í. hefir um langt skeið styrkt um- ferðakennshi í matreiðshi og ætíð skift sér af þeim málum til góðs, þá væntum vér enn liins bezta af Búnaðarþinginu og að það verði við áskorun 2. lands- fundar kvenna og veiti 5000 krónur í þágu þessa nauðsynjamáls. Æskjum vér þess, að nefnd sú, er landsfundur kvenna kaus fái fé þetta til umráða. Þar eð þetta mál er svo umfangsmikið, að ég treysti mér ekki til að skrifa svo ýtarlega um það, sem þörf er á, vil ég leyfa mér að mælast til ])ess, að hið háa Búuaðarþing leyfi mér að hreyfa málinu á fundi, svo að umræður mættu takast um það og nefnd verða kosin í J)að, ef oss mætti þannig auðnast að konia því í það horf, er við mætti una“. B. í. varð við tihnælum hréfsins og liélt Ragnhildur erindi um málið á Búuaðar- þingi 1927. Leiddu umræður þessar til þess, að þingið lieimilaði stjórn B. í. að ski, )a nefnd til þess að rannsaka þetta mál og gera tillögur um, hvað gera skvldi. Var svo nefndin skipuð og í hana valin þau Guðrún .1. Briem, Ragnliildur Péturs- dóttir og Sigurður Sigurðsson, búnaðar- málastjóri. Leysti nefndin inikið' starf af hendi og viðaði að sér margvíslegum fróð- leik um húsmæðrafræðslu. Sneri nefndin sér bréflega lil allra þcirra húsmæðra- skóla, sem þá voru starfandi hér á landi. en þeir voru þessir: Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Hússtjórnardeild kvennaskól- ans í Reykjavík, Hústnæðraskólinn á ísa- firði, Kvennaskólinn á Blönduósi og Htts- mæðraskólinn á Staðarfelli. Fékk nefndin í hendtir rækileg gögn unt rekstitr og fyrir- komulag allra þessara skóla. Auk þess leitaði húu upplýsinga hjá þeint konum, sem fengist höfðu við umferðakennslu í matreiðslu með styrk frá B. 1. Gáfu allar kennslukonurnar eigi aðeins glöggt vfir- lit yfir starfsemi þessa, heldur létu og í Ijósi álit sitt um gagnsemi hennai Var það einróma skoðun þeirra, að umferða- kennslan væri eigi aðeins gagnleg lieldur „miklu meira en gagnleg. Hún er hreint og beint nauðsynleg“, eins og Jóninna Sig- urðardóttir, systir húnaðarmálastjóra, komst að orði í svari sínu. Mælti ltún af eigi lítilli reynslu, því að hún ltafði haldið 31 námskeið í ýnisum sveitum norðan- lands og liaft þar 573 nentendur. Kn nefndin lét sér ekki nægja að afla upplýsinga um þá húsmæðrafræðslu, sem fram hafði farið hér á landi, heldur leit- aði hún upplýsinga tint, hvernig þessum málum væri kontið í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Þýzkalandi. Gerði nefndin síðan rækilegan útdrátl úr öllu þessu og lagði síðan álit sitt og tillögur l'yrir Búnaðarþing. Lét B. 1. prenta þessa álitsgerð, og var hún svo fylgirit með XLIII. árg. Búnaðarritsins. Niðurstöðutillögur nefndarinnar voru þessar: 1. a. Matreiðslu- og haudavinnukennsla fvrir ungar stúlkur verði gerð að skyldunámsgrein í öllum barnaskól- u m. b. Ríkissjóður veiti sérstakan styrk ti I þess að útbiia skólaeldhús. 2. Húsmæðraskólum verði komið upp í öllum landsfjóröungum, sniðnum eftir þörfum lilutaðeigandi héraðs. Ríkis- sjóður styrki stofn- og reksturskostnað þessara skóla. 3. Búnaðarfélag Islands ráði nú þegar í sína þjónustu fjórar konur, er liafi umferðakennslu á liendi í matreiðslu og öðru, er að húsmæðrafræðslu lýtur og að notum getur komið. Einni konu er ætlað að starfa í liverjum landsfjórð- ti (I S F H E Y J A N 7

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.