Húsfreyjan - 01.01.1950, Blaðsíða 27
Hraðsuðupottar
Vmsar gerðir hraðsuðupotta eru nú
komnar á markaðinn hér á landi. Verð,
stærð, efni o. s. frv. er oft töluvert mis-
munandi. Þar sem konur eru að mestu
ókunnar slíkum áhöldum, |ivkir henta að
skýrt sé að nokkru frá þeim.
Rannsóknarstofnun heimilanna í Dan-
mörku hefir undanfarið haft með hönd-
um all nákvæmar rannsóknir á notagildi
ofi meðferð liraðsuðupotta og fara liér á
eftir niðurstöður rannsóknanna í helztu
dráttum.
Verð pottanna er töluvert hærra en hús-
mæður eru vanar að greiða fvrir lieimilis-
áhöld, og er því þörf á að tryggja það,
að þær kaupi ekki köttinn í sekknum,
með því að henda hæði á kosti og galla.
Með víðtækum og langvarandi rannsókn-
um liefir verið komizt að niðurstöðu um
suðutíma, vítamínrannsóknir, notagildi,
eldsneytisþörf, þvngd, rúmtak og almennar
notkunarreglur.
HVAÐ ER HRAÐSUÐUPOTTIIR 'i
Hraðsuðupottur er pottur með loki, sem
fellur loftþétt, þó að vfirþrýstingur mynd-
ist í pottinum. Potturinn er með stilli, sem
lemprar þrýsting og öryggisventil. Þegar
sýður, lieldur loftþétta lokið gufunni niðri
í pottinum, en við það stígur Jirýsting-
urinn og suðumark. Þegar þrýstingurinn
liefir náð vissu marki, lyftir gufan þrýsti-
stillinum, svo að nokkuð af gufunni kemst
út. Áframhaldandi upphitun samfara því
að nokkuð af gufunni kemst út, heldur
þrýsting og hita jöfnum. Það er þessi
hái suðuhiti, sem orsakar það, að matur-
inn soðnar fyrr, lieldur en við venjulegan
hita (100° C),
Flestir hraðsuðupottar sjóða við 120
130° C., sem svarar til tveggja loftþyngda,
hitun og þrýstingur er ekki hafður meiri,
því að þá fær maturinn einkennilegan
lit og tapar eðlilegu bragði.
Þrýstistillinuin er komið þannig fyrir,
að sé liann settur í mismunandi stillingar
er liægt að fá hita og þrýsting lægri.
Ef þrýstistillir stíflast af froðu eða mat
11. d. graut), stígur hiti og þrýstingur yfir
tvær loftþyngdir (120—125° C), en fari
þrýstingurinn yfir það, er liætt við að hrað-
suðupotturinn sjiringi í loft upp. Slíkt get-
ur þó ekki komið fyrir, ef öryggisventill
er á pottinum. Oryggisventillinn er lítil
gúmmíþynna í loki pottsins, hún rifnar
við vissan yfirþrýsting, sem er fram yfir
það, sem venjulega er notað við suðu.
Þá nær gufan að strevma út, en við jiað
fellur hæði jjrýstingur og liiti niður í eina
loftþyngd, 100°- C.
Orvggisventilinn er einnig liægt að útbúa
sem bræðsluöryggi — fatningu , er liann
|iá úr inálmi, sem bráðnar við vissan hita,
sem er fram yfir Jiað, sem notað er til
suðu í hraðsuðupoltinum. Hægt er að sam-
eina |)rýstistilli og þrýstiventil svo að að-
eins sé eitt gat á lokinu.
KOSTIR VIÐ H RAÐSUÐUPOTTA.
Kostur við hraðsuðupotta er fvrst og
fremst sá, að maturinn soðnar fljótar í
j)eim en í öðrum pottum, en það sparar
bæði tíma og eldsneyti. Því lengri sem
venjulegi suðutíminn er, því meiri er tíma-
sparnaðurinn.
Almennt er ha)gt að. segja, að það taki
um af venjulegum matreiðslutíma að
laga mat í liraðsuðupotti. Það er aðeins
HÚSFREYJAN 27