Húsfreyjan - 01.01.1950, Blaðsíða 30
Sé hvítkálið soðið í hraðsuðnpotti tap-
ast uni 14 af C-vítamínmagninu og suðu-
vatnið er ]>að lítið að auðvélt er að nota
|>að í sósur og súpur. Þá njótum við %
hluta af upprunalega C-vítamíjimagninu.
Við fáum því 4—5 sinnum meira af C-
vítamíni með ]>ví að sjóða kálið í lirað-
suðupotti og nota suðuvatnið.
Við suðu á hlómkáli var ekki hægt að
sýna fram á neitt C-vítamíntap, hvort sem
notaður var hraðsuðupottur eða venjuleg-
ur pottur. En nauðsynlegt er að nola suðu-
vatn, }>ar sem um ]/2 af upprunalega C-
vítamínmagninu er í }>ví. Sé hlómkál soðið
í' hraðsuðupotti, og allt suðuvatn notað,
njótum við alls C-vítamínsins.
Kartöflur sýndu ekki sömu hlutföll. Séu
]>ær soðnar í ven julegum potti, er C-víta-
míntap um 7% og af }>ví sem eftir er
tapast aðeins 15% með suðuvatninu, }>. e.
um 80% af upprunalegu C-vítamínmagni
nýtist. Séu kartöflur soðnar í hraðsuðu-
potti og suðuvatn notað, nýtist um 95%,
|>ar sem 5% af C-vítamíninu eyðileggsl
við suðuna. Suðuvatn af hraðsoðnum ( flysj-
uðum) kartöflum er oft mjög slæmt á
bragðið og sé því hellt í burtu, tapast
4% af C-vítamíni í viðbót, þ. e. við njót-
um í allt um 90% af upprunalega C-víta-
mínmagninu. Svo að við græðum ekki
svo mikið á, hvað vítamín snertir, að sjóða
kartöflur í hraðsuðupotti. Þetta gildir um
nýjar kartöflur, gamlar kartöflur liafa ekki
verið rannsakaðar.
NIÐURSTAÐA TILRAUNANNA.
Almennt er því hægt að segja um lirað-
suðupotta:
1) Þegar hraðsuðupottar eru notaðir með
varúð og fvlgt er notkunarreglum, ætti
ekki að vera meiri bætta að nota þá
en venjulega potta.
2) Þeir eru ekki tæki, sem liægt er, með
góðum árangri, að nota almennt í stað
venjulegra potta. T. d. er enginn kost-
ur við að hita í þeim vatn og sjóða
egg. Til suðu á mjólkurmat eru þeir
ónothæfir, þar sem hann brennur við
þá. Grautar og brauðréttir gefa frá
sér froðu, sem auðveldlega stífla þrýuli-
stillinn, sé braðsuðupottur notaður til
suðu á þessum réttum, svo og baun-
um verður að bita þá við liægan liita.
Það er einnig óbentugt að nota hrað-
suðupotta til suðu á réttum, sem krefj-
ast mikils eftirlits eða sem fljót.legt er
að matreiða eða kref jast sérstakrar með-
ferðar.
8) Hraðsuöupottar henta vel lil suðu á
stórum stykkjum af kjöti, sem þurfa
langan suðutíma, en lítið eftirlit, einnig
til suðu á grænmeti, fiski og súpum,
}>ó verður að viðhafa vissa varúð við
suðu á kartöflum. Gamlar kartöflur
er aðeins hægt að sjóða flysjaðar, ann-
ars springa þær. Ennfremur virðist
bragðið ekki vera vel gott. Nýjar kart-
öflur lialda sér eins og grænmeti. Hrað-
suðu]>ottar henta vel lil suðu á öllum
samansoðnum réttum (t. d. gullas, rag-
out, o. fl.). Einnig er liægt með góðu
móti að sjóða í þeim baunir, meira
að segja án þess að þær séu lagðar í
bleyti, eða liræra þurfi í þeim, munið
að liita þær við hægan hita. Vegna þess
hve hraðsuðupottar eru ilýrir, getum
við ekki reiknað með að venjuleg heim-
ili geti keypt meir en einn. Mun það
að sjálfsögðu takmarka notkunarmögu-
leika nokkuð, þar sem sjóða þarf fleiri
rétti til miðdags.
4) Hraðsuðupottar virðast ekki vernda C-
vítamín sem nokkru nemur, betur en
venjulegir pottar, en vegna þess að
suðuvatnið er lítið eru meiri möguleik-
ar til þess að hægt sé að nota það allt.
Bragð virðist verða fyrir nokkrum
álirifum í öllum liraðsuðupoltum, sem
reyndir voru, og virðist vfirleitt vera
minna en ef maturinn er soðinn við
30 HÚSFREYJAN