Húsfreyjan - 01.01.1950, Blaðsíða 32

Húsfreyjan - 01.01.1950, Blaðsíða 32
þeim tilkynnl þetta síinleiðis. Níu sambönd af 11 ákváðu að senda fulltrúa, þ. e. öll héraðssamböndin nema Samband breið- firzkra kvenna og Samband vestur-skapt- fellskra kvenna. Samkvæmt þessu munu því 9 konur, víðsvegar að af landinu taka þátt í förinni o;: auk þess tva^r konur úr stjórninni. Höfum við tilkvnnt þátttöku fyrir þessar konur og greitl fyrir þær þátttökugjald í mótinu, sem er n. kr. 20.00 fyrir hverja konu. Fjárhagsráð liefir sýnt samtökun- um þá velvild að lofa gjahleyri til ferð- arinnar, sem að vísu ekki er mikill, en þó hægt að komast af með. Þá liefir verið samið við flugfélagið Loftleiðir um far beint lil Osló þriðjudaginn 6. júní, en ráðgert er að fleslar konurnar muni fara heim yfir Kaupmannaliöfn. Þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar ís- lenzkra liúsmæðra fara hópferð til ann- arra landa. Æskilegt hefði verið að miklu fleiri konur hefðu gelað tekið |)átt í för- inni, en hinar miklu fjarlægðir gera ö11 ferðalög svo dýr fyrir okkur, að ekki er við því að búast að við getum mætt á móti Húsmaéðrasambands Nrðurlanda jafnfjöl- ineimar og konur frá liinum Norðurlönd- iinum. En vegna þess að konur úr öllum landshlutum sækja mótið, þá er fengin nokkur trygging fyrir því, að áhrif og fregnir af mótinu geti borizl beint lil fé- laganna. Vegna þessa og vegna þess, hve ágætar konur samböndin hafa valið til fararinnar, erum við þess fullvissar, að liinn fámenni liópur íslenzku kvennaima muni geta fært okkur lieim eitthvað af því, sem þær sjá og lieyra erlendis og af þessu er það, að þessi litla hópferð verður ferðin okkar allra. Við, sem Iieima erum, biðjum fulltrúa okkar fyrir árnaðaróskir til mótsins, jafn- framt því sem við óskum þeim ánægju- legrar feröar og góðrar heimkomu. R. 1>. Samvinnuþvottahús Frh. af bls. 26. fyrir þar, að þróunin verði sú í framtíð- inni, að ein 30 þvottahús þurfi fyrir allt landið. Hér á landi myndi víðast heppilegast að byggja smærri þvottahús fyrir 1—2 hundruð fjölskyldur. Gangur málsins hefir verið sá, t. d. í Svíþjóð, er átt hefir að koma upp almenn- ingsþvottahúsvm af ininni gerðmni, að 100—150 fjölskyldur í byggða- eða bæjar- hverfi liafa slegið sér saman um fyrirtæk- ið og rekið það sem félagseign á samvinnu- grundvelli. Eðlilegt er að viðkomandi bæj- ar- eða sveitarfélög greiði fyrir slíku fyrir- tæki í byrjun. En reynslan hefir hvar- vetna verið sú, að almenningsþvottahúsin hafa borið sig vel fjárliagslega. Hér í Reykjavík er svo dýrt að senda þvott í þvottahús, að fæstar fjölskyldur rísa undir þeim kostnaði. Og þar sem mik- ill meirihluti íslenzkra húsmæðra nær ekki til neinna þvottahúsa og á við frum- stæð starfsskilyrði að húa á þessu sviði, þá er meir eu tímabært að gefa framfara- málum í þessari grein meiri gaum en verið liefir. Tilvalið er fyrir íbúa einstakra hæjarhverfa hér í lleykjavík og fyrir fólk í bæjum og héruðum út á landi að mynda samtök sín á milli um fyrsta undirbúning að samvinnuþvottahúsum og fá til að hyrja ineð upplýsingar og yfirlit yfir starf- rækslu slíkra þvottahúsa, þar sem þessi slarfsemi er rekin á góðum fjárliagsleg- um grundvelli til hagsbóta fyrir almenn- ing og yfirleitt svo vel á veg komin, að hún þykir þjóðarnauðsyn. En slíkra upplýsinga er að leita til allra liinna Norðurlandanna. Þetta rit, Húsfreyjan, mun að sjálfsögðu Ijá rúm greinum um þetta mál, sem og um önnur menningar- og framfaramál lieim- ilanna. Soffía Ingvarsdót.tir. 32 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.