Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 4

Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 4
Kvennaskólinn á Blönduósi ið var glatt og elskulegt við mig, keppt- ust allir við að gleðja mig, yngsta barn- ið á heimilinu. Eftir að Ólafur dó, vildi ég helzt ekk- ert læra, gat ekki hugsað mér annan kennara. En svo þegar ég settist í 1. bekk Gagnfræðaskólans haustið 1909, vaknaði löngunin aftur til að læra. Kennararnir voru mér allir góðir, og ég hreifst í tím- unum. Um þessar mundir varð ég ákaf- lega hænd að pabba, vildi taka hann mér til fyrirmyndar í einu og öllu. Kennslu- stundir hans og ræður, er hann hélt á sal, orkuðu mjög á huga minn. Ég tók gagnfræðapróf vorið 1912, lang- aði mjög í Menntaskólann og var ákveðin í að lesa guðfræði, en gat ekki farið. Heilsa föður míns var alltaf mjög tæp. Reyndi ég að hjálpa honum við ýms störf við- komandi skólanum, svo sem skriftir, skýrslugerðir o. þ. u. 1. Veturinn 1915—1916 fór ég til Dan- merkur. Þá var Valtýr bróðir minn þar og hjálpaði hann mér til að komast á húsmæðraskóla í Vordingborg. Var ég þar eitt námstímabil, en fór svo til Hafnar og reyndi að afla mér þar fróðleiks og menntunar, einkum í málum og ,,músík“. En vorið 1917 varð pabbi mikið veikur. Fékk ég þá boð um að koma heim. Ég sigldi aftur haustið 1919, var þá við músíknám í Höfn í tvo vetur, en vann fyrir mér við skrifstofustörf. Þegar heim kom sumarið 1921 var pabbi dáinn og æskuheimilið mitt simdrað. Við mamma fluttum úr skólanum, en Sigurður Guð- mundsson, sem tók við störfum eftir föð- ur minn, bauð mér kennslustörf við skól- ann. Kenndi ég dönsku í öllum bekkjum í tvo vetur. Reyndist skólameistari mér hollur vinur. Þótti mér gaman að kenna, enda var samvinna hin bezta við kenn- ara og nemendur. Eftir tveggja ára kennslustarf fluttist ég að Þingeyrum og gerðist þar húsfreyja. Maðurinn minn, Jón S. Pálmason, hafði búið þar áður í 8 ár. — Kennslustörf lagði ég þó ekki með öllu á hilluna, þvi strax fyrsta veturinn komu til mín ung' lingar, sem ég sagði til, og þannig hélt það áfram alla þá vetur, er ég var heima á Þingeyrum. Síðustu þrjá veturna hafði ég þar unglingaskóla með 10—12 nem- endum. Ég varð fyrst skólastjóri við kvenna- skólann á Blönduósi 1932 og var þar i 5 ár. Til Reykjavíkur fór ég haustið 1941 og vann að því, að Húsmæðraskóli Reykjavíkur kæmist á laggirnar. Var 4 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.