Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 9

Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 9
r in um húsmœðraorlof hefur verið rædd og henni komið að nokkru í fram- kvæmd meðal kvennásamtaka. Það er sjónarmið allra, sem um þessi mál hugsa, að húsmæður þurfi —— ef til vill öðrum fremur — á orlofi að halda, og að hver sú kona, sem á þess nokkurn kost, eigi að reyna við og við að varpa af sér áhyggjum og heimilis- störfum og fara að heiman til hvíldar og hressingar, með fjölskyldu sinni eða án hennar, og sem betur fer, hafa bætt lífskjör orðið til þess, að konur veita sér nú meira en áður þekktist sjálf- sagða hvíld og tilbreytingu, þegar því verður við komið. En allur fjöldinn af húsmæðrum hef- ur aldrei tök á því að veita sér orlof. Veldur því ýmist fátækt, þungt heim- ili eða erfiðar ástæður að öðru leyti, og þar sem einhverjar framkvæmdir hafa orðið um orlof húsmæðra, hafa þær beinst að því, að hjálpa konum, sem svona stendur á um, til þess að fá nauðsynlega hvíld dálítinn tíma. f Danmörku, Noregi og Svíþjóð hafa kvennasamtökin unnið að því, að koma á orlofi fyrir húsmæður, sem af ein- hverjum ástæðum geta ekki veitt sér það af eigin rammleik. Er málið kom- ið lengst í Svíþjóð, þar sem er löggjöf um orlof húsmæðra og ýmislegt í því sambandi. f Noregi og Danmörku standa kvenfélögin fyrir því, að skipu- leggja orlof, og hafa til þess styrki af opinberu fé. Hér á landi eru aðeins að byrja um- ræður um þetta mál, en það fyrsta sem mætir auganu, þegar farið er að athuga það, eru vandkvæðin á því fyr- ir húsmóðurina að komast frá heimil- inu, þegar enga hjálp er að fá og enn- þá hefur ekki verið komið á heimilis- hjálp í viðlögum, svo að neinu nemi. Það, að fá einhverja hjálp inn á heim- ilin, þegar þreyta og veikindi eru að buga húsmóðurina, er á mörgum stöð- um meginatriði, ekki bara fyrir kon- una sjálfa og heimilið, heldur fyrir sveitarfélagið allt, en þetta mál virð- ist stranda á því, að ekki er hægt að fá konur til þess að taka að sér hjálp- arstúlknastarfið. Þegar verið er að hugsa um það, að almenningur, fólk með lág laun og litl- ar tekjur, geti notið hvíldar og hress- ingar í orlofi sínu, þá strandar það ætíð á þeim kostnaði, sem á því er að dvelja á gististöðum og hótelum þann tíma, sem til þess þarf, að um hvíld geti verið að ræða. Hér á landi eru fáir gististaðir og dýrir, þannig að fjöl- skyldufólk með litlar tekjur getur ekki dvalið þar og hefur naumast að nokkr- um stöðum að hverfa. Ef íslenzk kvenfélög ætla sér að taka upp baráttu fyrir húsmæðraorlofi, þá þarf ef til vill framar öðru að vinna að því, að fá upp staði, þar sem fólk geti dvalið sér til hressingar og hvíld- ar fyrir viðráðanlegt verð, og nær þetta jafnt til orlofa fyrir húsmæður og aðra, sem ekki hafa yfirdrifið fé handa á milli. Þetta mál, orlof húsmæðra, er stór- mál, og kemur margt til greina, þeg- ar á að fara að koma því á, þótt í smá- um stíl væri. Kvenfélögin ættu að ræða þetta á fundum sínum og veita þannig fulltrú- um á héraðsfundum og landsþingum bendingar um það, hver muni vera vilji hinna ýmsu félaga um framvindu máls- ins. Á fjárlögum þessa árs eru veittar kr. 40.000.00, sem ætlaðar eru til þess að styrkja orlof efnalítilla og þreyttra húsmæðra, og er þetta góð byrjun til starfseminnar. En fjárveiting þessi sýn- ir, að ekki má lengur dragast að skipu- leggja starfið, ef það á að koma að notum. hCsfreyjan 9

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.