Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 7
Aðalbjörg Siguröardóttir
sjötug
t'RÚ Aðalbjörg Sigurðardóttir varð sjö-
1 tug hinn 10. janúar síðastliðinn. Hún
er fædd að Miklagarði i Eyjafirði hinn 10.
jan. 1887. Foreldrar hennar voru Sigríð-
ur Einarsdóttir og Sigurður Ketilsson, og
ólst hún upp hjá þeim, þar til hún 17 ára
gömul fór í kennaradeild Flensborgar-
skólans í Hafnarfirði. Útskrifaðist hún
þaðan ári síðar. Eftir það varð hún kenn-
ari við barnaskólann á Akureyri í 10 ár.
Var hún ágætur kennari og barnaleið-
togi, því að henni hefur alla tíð verið
einkar Ijúft að umgangast börn og fræða
þau, og eru margir nemendur hennar frá
þeim tíma, sem eiga góðar minningar um
hana.
Árið 1918 byrjar nýtt tímabil í ævi
Aðalbjargar. Þá giftist hún hinum þjóð-
kunna kennimanni, prófessor Haraldi
Níelssyni. Haraldur Níelsson var ekkju-
maður og átti fimm börn á æskuskeiði.
Það hefur löngum þótt ærið vandasamt
að verða stjúpmóðir hálfvaxinna barna,
en þann vanda leysti frú Aðalbjörg
þannig, að hún var og er enn bezta vin-
kona stjúpbarna sinna og sú, sem þau
leita fyrst til, bæði í gleði og sorg.
Þau prófessor Haraldur lifðu í farsælu
hjónabandi í 10 ár, og var frú Aðalbjörg
manni sínum ómetanlegur förunautur í
hans mikla fræðslu- og kennarastarfi.
Eignuðust þau tvö börn, Jónas og Berg-
ljótu. Haraldur Níelsson andaðist árið
1928, og voru börnin þá 9 og 6 ára gömul.
Auðnaðist henni að veita þeim ágætt upp-
eldi og þá menntun, sem bezt verður
kosin.
Þegar stjúpbörn frú Aðalbjargar kom-
ust upp, og heimilið varð ekki eins um-
fangsmikið og einkum eftir að hún var
orðin ekkja, fór hún að gefa sig meira að
opinberum málum.
Árið 1924 varð hún
einn af stofnendum
Barnavinafélagsins
Sumargjafar og hef-
ur verið í stjórn þess
lengst af síðan, en
það félag hefur, sem
kunnugt er, unnið
mjög þarft starf í
þágu h e i m i 1 a og
barna. Árið 1931 var hún skipuð skóla-
nefndarformaður í barnaskólum Reykja-
víkur og gegndi því starfi, þar til lögum
um skólanefndir var breytt. 1 bæjarstjórn
Reykjavíkur sat hún tvö kjörtímabil. Frú
Aðalbjörg var formaður þeirrar nefndar,
er samdi fyrsta frumvarpið að barna-
verndarlöggjöf á Islandi. Einnig var hún
í skólamálanefnd þeirri, er samdi frum-
vörpin að núgildandi fræðslulöggjöf lands-
ins. Þá hefur frú Aðalbjörg verið virkur
þátttakandi í baráttu fyrir jafnrétti og
bættum kjörum kvenna. 1 mörg ár hefur
hún verið formaður Bandalags kvenna í
Reykjavík, og stjórnað því með aðgætni
og skörungsskap. Síðastliðin 13 ár hef-
ur hún verið varaformaður Kvenfélaga-
sambands Islands, og þar hef ég kynnzt
henni bezt og haft mjög náið samstarf
með henni, verið með henni á fjölda
funda víða um land og á kvennaþingum
hér í Reykjavík. Betri samstarfsmann get
ég ekki kosið mér. Hún er ávallt fús að
veita hverju því máli lið, er til heilla horf-
ir í félagsskap þeim, er við höfum unnið
og vinnum fyrir, en þar eru mál heimil-
anna, uppeldis- og fræðslumál, efst á
baugi. Henni hefur ætíð verið ljóst, að
málefni heimilanna og viðhald íslenzkrar
Fram. á bls. 10.
HÚSFREYJAN 7