Húsfreyjan - 01.03.1957, Page 21

Húsfreyjan - 01.03.1957, Page 21
MANNELDISÞÁTTUR Frh. frá bls. 16. ' látin í sósuna eftir smekk. í staðinn fyrir grœn- meti má borða kartöflur með hrognunum. STEIKT HROGN OG KARTÖFLUR. % k|{. soðin lirogn 100 gr. smjörliki Soðnar kartöflur Salt og pipar Hrognin og kartöflurnar skorin í sneiðar. Fyrst eru hrognin brúnuð móbrún á pönnu, salti og pipar stráð yfir og þau sett é fat. Kartöflurnar brúnaðar á sama hátt og látnar á fatið með hrognunum. Saxaðri steinselju stráð yfir. HROGN MEÐ LAUK. 1 kg. soðin hrogn 1 laukur eða grasl. 2 msk. hveiti 150 gr. smjörlíki Salt og pipar Salti og pipar blandað saman við hveitið og hrognasneiðunum velt þar upp úr. Steikt mó- brún í smjörinu á pönnunni. Laukurinn einnig brúnaður. Borðað með grænmetisjafningi eða kartöflum í jafningi. STEIKT HROGN. 1 )cg. soðin hrogn 100 gr. smjörlíki Eggjahvita og 6 sítrónusneiðar brauðmylsna Síld og kapers Hrognin soðin, pressuð og kæld. Skorin í 1 cm. þykkar sneiðar, sem velt er upp úr eggja- hvítu og brauðmylsnu. Brúnuð móbrún í smjör- líkinu á pönnu. Salti og pipar stráð yfir. Raðað á fat og smjörinu hellt yfir. í miðjuna á hverri sítrónusneið er látin beinlaus síld og kapers utan um. Sítrónusneiðunum er raðað yfir hrognin. Kartöflur, sem hitaðar eru í smjöri, eru einnig látnar á fatið. Yfir þær er hellt tómatmauki. Hafi maður nýja tómata, er þeim raðað utan með á fatið með grænum salatblöðum. Sítrónusneiðunum má sleppa. HROGNA-EGGJAKAKA. 750 gr. soðin hrogn 4 egg 70 —100 gr. smjörl. 50 gr. rifinn ostur Salt og pipar 50 gr. smjör 1 laukur Hrognin o(; laukurinn skorin í sneiðar og brún- uð ljósbrún í 100 gr. af smjörlíki. Salti og pipar stráð yfir. Eggin eru hrærð með salti og pipar. Smjör, 50 gr., brúnað á pönnu. Eggjunum er hellt á pönnuna og steikt við hægan eld, unz þau hyrja að hlaupa saman. Þá er hrogna- og lauksneiðunum raðað á, kakan vafin saman og borðuð strax. REYKT HROGN. Ný hrogn eru lögð í mikið salt í 2—3 sólar- hringa. Tekin upp og þerruð vol og reykt á venjulegan hátt. Þau eru venjulega borðuð ó- soðin. Þessi reyktu hrogn eru ágætis matur ofan á brauð. Þau eru skorin þunnt, og sérstaklega ljúf- fengt er að hafa hrærð eða soðin egg með. Einnig má sjóða hrognin í vatni og borða þau þá með soðnum kartöflum og hrærðu smjöri. STEIKT ÞORSKHROGN. Vatn og salt 50 gr. smjörlíki % kg. hrogn Salt og pipar Egg eða dósamjólk . Sítrónusneiðar og brauðmylsna Hrognin þvegin, soðin í söltu vatni. Skorin í 1 cm. þykkar sneiðar, þeim velt up úr dósa- mjólk og brauðmylsnu og steiktar móbrúnar í smjörinu. Salti og pipar stráð á. Hrognunum raðað á fat og sítrónusneiðum ofan á. Kartöflu- salat sett öðrum megin á fatið. Og að lokum DANSKT HROGNASALAT: 200 gr. þorskhrogn Vatn, salt 3 msk. matarolía 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. karrý Salt, ef þurfa þykir Salatblöð, sítrónu- sneiðar, paprika Hrognin eru soðin og kæld og himnan tekin utan af þeim. Þá eru þau hrærð vel með olíu, sítrónusafa, karrý og salti. Hræran sett á græn salatblöð eða brauðsneiðar og skreytt með sætri papriku og sítrónusneiðum. MEÐ KAFFINU SKONSUR. 400 gr. hveiti 3 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 2 tsk. sykur 100 gr. smjörlíki 1 egg 2 dl. mjólk Sáldið saman hveiti, lyftiduft, salt og sykur, saxið smjörlikið saman við með hnif, vætið í með egginu og mjólkinni, hnoðið deigið fljótt saman. Skiptið deiginu í þrjá hluta, fletjið út í þykkar kökur og skerið þær í fjórðunga. Raðið fjórðungunum á plötu og bakið þá ljósbrúna við mikinn hita. Berið skonsurnar fram volgar með smjöri og marmilaði. FLJÓTBÖKUÐ 150 gr. sykur 2 egg 1 tsk. vanilla 2 tsk. lyftiduft SKÚFFUKAKA. 7 msk. mjólk 1 msk. smjörlíki 125 gr. hveiti 75 gr. smjörlíki 125 gr. sykur —o— 2 msk. mjólk 35 gr. hafragrjón HÚSFREYJAN 21

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.