Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 15

Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 15
9 KRI5TÍN 5IGFÚ5DÓTTIR wtsefr ee Þú fæddist á blásnum og hrjóstrugum hól Ég undrast þitt lífsmagn, blómið blítt einn helkaldan éljadag, er blómkrónan ljóselska bað um skjól; þá byrgðu stormskýin vorsins sól og kváðu þér líksöngslag. með blikandi fegurðarskart. Þú gerir hið kalda og hrjóstruga hlýtt; þú hefur ]>ar rætur sem snautt er og grýtt, svo umhverfið allt verður bjart. Það sýndist svo tilgangslaust strit og stríð að standa á eyðimel, dreyma um sóldægur, söng í hlíð, seitlandi lindir og vorljóð blíð, en sjá aðeins sorta og él. Þig móðirin syrgjandi græðir á gröf, þar geymt er hið dýrasta hnoss, og oft eru trúfastra elskenda gjöf á örlagastund, þegar skilja þá höf við síðasta kveðjunnar koss. Hvort var þér ei ofraun, hið viðkvæma blóm með vorþrá í hverri taug, að skjálfa í næðingsins úthafsóm, en elska og teyga hvern lit og hljóm í ljóssins skínandi laug. Nú skil ég því nafn það þér valið var, sem vex svona hógvært og leynt, svo blátt eins og vorhiminn æskunnar og blítt eins og vordraumur elskunnar og ímynd þess alls, sem er hreint. við Leirá árið 1800. Þá var þar einnig fyrsta íslenzka hannyrðabókin, Leiðar- vísir til að nema ýmsar kvenlegar hann- yrðir, eftir Þóru Pétursdóttur, Jarþr. Jónsdóttur og Þóru Jónsdóttur, gefin út í Reykjavík árið 1886. Ber þessi bók vott um mikinn stórhug útgefenda, þvi að auk 19 bls. lesmáls í mjög stóru broti, hefur hún að geyma 30 síður með 284 skýring- armyndum og uppdráttum. Fleiri rit mœtti nefna, þótt eigi verði það gert hér. Nokkur kvöld, meðan á sýningunni stóð, fluttu konur erindi í sýningarsaln- um um listir og bókmenntir og lásu frum- samin ljóð og sögukafla. Sýningin hlaut góða dóma þeirra, er hana sáu, enda var vel til hennar vandað. Mun og mörgum hafa komið á óvart sú fjölhæfni kvenna á sviðum lista og bók- mennta, sem hún bar vott um. E. E. G. HÚSFREYJAN 15

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.