Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 5

Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 5
Vinnustofa / I kvennaskóla hann fyrst settur 7. febr. 1942. Við þann skóla vann ég í 12 ár, en fór þá aftur að Kvennaskólanum á Blönduósi og hef verið þar síðan. Hér á Blönduósi hef ég haft um 300 nemendur, en í Reykjavík voru þeir miklu fleiri, ef allt er talið. 40 voru í heima- vist ár hvert og 48 á dagnámskeiðum hvern vetur, auk þess sem um 100 stúlk- ur sóttu kvöldnámskeið á ári. Nokkrar veit ég um, sem fóru í Húsmæðrakennara- skóla Islands, einkum af fyrstu árgöng- unum. Sumar fóru í Handíðaskólann og tóku þaðan kennarapróf í handavinnu. Kvennaskólinn á Blönduósi á talsvert merkilega sögu. Hann byrjar í sárri fá- tækt í baðstofuhúsi á Undirfelli í Vatns- dal haustið 1879. Hann er í hrakningum fyrstu árin, þar til hann fær samastað á Ytri-Ey 1883. Er þar í 18 ár, að hann er fluttur að Blönduósi 1901. Þar átti hann einnig við erfiðleika að stríða. I Kvennaskólanum voru þrír bekkir og kennd gagnfræðafög, auk handavinn,u, eins og tíðkast hefur í Kvennaskólanum í Reykjavík. En haustið 1923 vendir hann sínu kvæði í kross og gerist húsmæðra- skóli, sá fyrsti í landinu. Skipulagi var öllu breytt, verklegt nám aukið og dregið úr bóklegu greinunum. Mæltist þetta vel fyrir og var setzt á rökstóla haustið 1924 og samin ný reglu- gerð. Var kosin nefnd til að gera upp- kast að þeirri reglugerð. Voru í henni frk. Kristjana Pétursdóttir, er þá tók við for- stöðu skólans, Jónína S. Líndal á Lækja- móti og ég. Var uppkast þetta rætt a skólanefndarfundi og samþykkt með nokkrum breytingum. Er að mestu farið eftir þeirri reglugerð enn þann dag í dag, og skólarnir, sem síðar komust á legg, höguðu störfum sínum að mestu eins og hér hafði verið byrjað. Er það að mörgu leyti eðlilegt að svo yrði, því að þeger frk. Kristjana fór héðan, tók hún við að byggja upp Laugaskóla og hafði þá reynsl- una héðan. Sama var að segja um mig, þegar ég réðist í það, að koma skipan á Húsmæðraskóla Reykjavíkur, þá notaði ég fyrri reynslu. Ýmsar breytingar hafa vitanlega orðið á skólunum undanfarin ár, og þeir eru ekki allir alveg með sama móti, t. d. eru þeir misjafnlega langir. Sumir starfa í 9 mánuði, aðrir í 8 eða 7 mánuði, og svo er Hallormsstaðaskólinn með tveggja vetra nám. Mér lízt vel á að reyna það, hvort stúlkur vilja koma aftur. Ég er nú ekki alls kostar ánægð með þá þróun, sem orðið hefur hjá okkur í þess- HÚSFREYJAN 5

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.