Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 26

Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 26
,,Þú ættir ekki að blóta, þegar þú ert nýsloppinn úr svona mikilli hættu.“ ,,Já, en ég verð að segja frá öllu, ná- kvæmlega eins og það gerðist.“ „Ef til vill fer enn ver fyrir þér næst, ef þú bölvar of mikið,“ sagði Gréta. ,,Ég skal reyna að stilla mig,“ sagði Hans og var mjög ánægður. Þessa stund- ina trúði hann sjálfur uppspuna sínum. ,,ó,“ hélt hann áfram. „Mér leið alveg bölvanlega. Mér fannst allt ætla upp úr mér, reyndar ekki allra fyrst. Þá var bara eins og öryggi hefðu sprungið og innan í mér væri kolamyrkur. En svo kom allt upp í hálsinn á mér, svo að hann ætlaði alveg að springa! „Ég held, að það sé bezt, að fara ekki lengra með hann,“ sagði sá, sem bjargaði mér. „Hann meidd- ist hel....hann meiddist mikið áðan.“ „Það líður frá, það líður frá,“ hvíslaði ég. En þeir skeyttu því engu. Þeir létu mig fara úr vagninum hjá járnbrautarstöðinni og kölluðu þar á lögregluþjón. Hann spurði, hvort hann ætti að síma eftir sjúkrabíl. „Almáttugur,“ kveinaði Gréta, yfir- komin af meðaumkun. „Nei,“ sagði ég við lögregluþjóninn. „Þetta líður frá. Ég þarf að flýta mér til Brámon til að reka þar áríðandi erindi. Þarf að vera kominn aftur í bankann áð- ur en lokað verður.“ „Þér getið það nú ekki, ef þér getið ekki staðið á löppun- um,“ sagði lögregluþjónninn. Ég hné nið- ur, þar sem ég stóð, niður á bekk datt ég. Guð einn veit, hvað hræddur ég var, því að enn var allt dimmt fyrir augun- um á mér. Ég sá ekkert, þó að ég hefði augun galopin. Ég hef aldrei á ævi minni verið eins hræddur. Ég þorði ekki að segja lögregluþjóninum, hvernig mér leið, enda sá ég hann ekki. Ég hélt, að ég hefði augun aftur, en þegar ég þreifaði eftir með hendinni, voru þau galopin. Hvernig, sem ég reyndi, sá ég ekki neitt.“ Hans stundi. Orðin komu á stangli, eins og þau sætu föst í hálsinum á honum. Ofurlitla stund virtist hann engu orði upp koma. Svo hvíslaði hann: „Smátt og smátt komst ég til sjálfs mín aftur.“ „Guði sé lof,“ sagði Gréta. „Ég komst með næsta strætisvagni.“ „Fórstu samt?“ sagði Gréta. Ósjálfrátt tók hugsun hennar til starfa. „Hann er þó líklega ekki að skrökva þessu? Nei, ég held þetta sé satt, en hann hafi samt komist leiðar sixmar.“ „Auðvitað varð ég að gera það, sem ég hafði tekið að mér. Hvernig færi, ef ekki væri hægt að treysta mér? Ég tók næsta, nei, næstnæsta vagn og eftir fjórð- ung stundar var ég kominn til Blombergs slátrara í Brámon. Þegar hann var búinn að skrifa nafnið sitt, datt mér fyrst í hug að fara að líta á fótinn. ó, Gréta mín, þú hefðir átt að sjá, hvernig hann leit þá út. Ég var blóðugUr ofan frá hné og niður að ökla. En slátrarinn lánaði mér umbúðir og útvegaði mér vatn, svo að ég gæti þvegið sárið. Þá sveið mig nú svona rétt aðeins. Húðin var flegin af og vöðv- arnir kolbláir af högginu." „Má ég líta á það?“ spurði Gréta og fór að losa um umbúðirnar. „Ekkert liggur á,“ sagði Hans. Honum fannst allt í einu eitthvað skyggja á gleð- ina. Frásögninni var lokið. Þess vegna átti hann erfitt með að halda í trúna á það, sem hann hafði verið að segja frá. „Ég þarf sjálfsagt að þvo sárið,“ sagði Gréta, sem nú var farin að hugsa margt. „En það er nú alveg einstök heppni, hvað allt grær fljótt á mér,“ sagði Hans til þess að Gréta væri við öllu búin. „Já, sannarlega,“ sagði hún og hætti sem snöggvast að fást við umbúðirnar. Nú hugsaði hún fleira en hún sagði. „Hann hefur þá verið að ljúga, rétt einu sinni,“ hugsaði hún. Hvernig stóð á, að honum tókst alltaf að blekkja hana, einungis af þvi, að hann sagði svo vel frá? Hvers vegna vonaði hún i hvert skipti, að nú væri hann að segja satt? „Hefurðu nokkurt græðilyf?11 spurði Hans og röddin var því líkust, að hann langaði til að skríða undir bekkinn. „Ef 26 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.