Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 12

Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 12
ann þraut. Fötin á drengina sína saum- aði Frederika sjálf. En auk alls þessa varð hún að annast um beina fyrir fjölmarga gesti, sem síðari árin heimsóttu fjölskyld- una. Eftir að drengirnir voru uppkomnir, mátti heita að hún breytti öllu heimilinu í blómagarð, einkum lagði hún mikla stund á að rækta rósir. Hún hafði líka mikinn áhuga fyrir trjágarðinum, sem raunar blómstraði og ilmaði af hálfvilt- um gróðri. En jafnframt því að inna af höndum móðurskyldur og þjóðfélagsumbætur, lagði Frederika Runeberg fram athyglis- verð bókmenntaafrek. Sem fyrsti nem- andi Walter Scotts í Finnlandi samdi hún hina fyrstu sögulegu skáldsögu í finnsk- um bókmenntum og tók söguefnið úr sögu eigin þjóðar. Sagan hét Frú Catha- rine Boije og dætur hennar, en á þessum tíma var enn ekki rituð nein heildarsaga finnsku þjóðarinnar. Sögur herlæknisins eftir Zacharias Topelius komu að vísu fyrr á prent, en bók Frederiku Runeberg var fyrr rituð. Handritið lá í 15 ár í skrif- borðsskúffunni áður en höfundurinn réð- ist í að láta prenta það. Fyrir utan aðra sögulega skáldsögu, Sigrid Liljeholm, sem er frá dögum Klas Flemings, gaf Frederika Runeberg út safn af frumdrögum í ó- bundnu máli. J. V. Snellman gaf þau sið- ar út smátt og smátt í Bókmenntablaði sínu og gaf þeim þá hið hnyttna nafn Dráttmyndir og draumar. Á þessu ári eru rétt hundrað ár síðan hann tók að birta þessar greinar reglulega í Bókmennta- blaðinu. Af öllum ritum Frederiku Rune- berg eru Dráttmyndir og draumar breyti- legust að efni og stíl. Markverðast sem þeirra tíma frásögn er „Gljáfletir úr ævi konu“, sem að vísu á sér nú enga sam- stöðu í daglegu lífi og hefur að því leyti misst gildi sitt. Þó hlýtur frásögnin að hafa áhrif á lesendur vegna þeirrar rétt- lætiskenndar, sem lýsir úr hverri línu. f öðrum dráttmyndum sést allt önnur hlið á Frederiku Runeberg. Þar kemur fyrir við- kvæmni, rómantísk þrá til hins sérkenni- lega, til hins fjarlæga og framandi. Með- al annars lýsir hún þarna á ljóðrænan og litríkan hátt örlögum kvenna hjá ólíkum villiþjóðum. Úr þessum dráttmyndum andar hlýrri samúð. Að lokum eru svo ,,dæmisögurnar“ eins og Runeberg nefndi þæ_r. Þar segir hún stundum sögur í sama stil og H. C. Andersen, þar sem hlutirnir fá persónugerfi og þar með líf og ilm. Það er erfitt að dæma um bókmennta- gildi „Dráttmynda og drauma“. Þar eru oft dulin sannindi. Orðin næstum því titra af virkileika lífsins. Áhyggjur og sorgir, sem Frederika bar með sjálfri sér, birtast hér í þessum frásögnum af ævi og örlögum annara kvenna. Síðustu fjórtán ár ævi sinnar lá Johan Ludvig Runeberg rúmfastur, en Frederika var hin ástúðuga hjúkrunarkona hans. Hvenær sem hún gat, sat hún hjá hon- um og las upphátt fyrir hann. 6. maí 1877 sofnaði hann í hinzta sinn. Þau tvö ár, sem Frederika lifði mann sinn, auðnaðist henni að skrifa Sögu penna míns og* Minningar um Rimeberg, auk þess sem hún bjó til prentunar eftir- látin rit manns síns. Daginn, sem hún dó, var smágrein í Helsingfors-Dagblad, þar sem frá því var skýrt, að þriðja og síð- asta bindi verks þessa kæmi í bókaverzl- anir þá um daginn. Hún hafði einnig tek- ið með miklum áhuga þátt í því, að varð- veita heimili Runebergs, fyrir komandi kynslóðir, eins og það stendur enn í dag sem pílagrímsstaður fyrir norrænar þjóðir. 2. september næsta haust á fæðingar- degi Frederiku Runeberg verður afhjúpað í Borgá minnisvarði um hana. S. Þ. þýddi. HÚSFHEYJAN vænti þess, að geta að þessu sinni flutt lesendum sínum viðtal við Steinunni Ingimundardóttur, sem eins og kunn- ugt er, hefur nú hafið starf sem ráðunautur á vegum Kvenfélagasambands íslands. En af al- gerlega óviðráðanlegum orsökum gat eigi af þessu orðið í þetta sinn. Vonandi tekst betur til næst. 12 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.