Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 28
Hvaða gagn er í
(Brot úr ræðum Chattertons)
Hvaða gagn er í skáldskap? Að lifa á
honum, þegar ekki er hægt að fá brauð
og ost, að klæðast og vermast af honum,
þegar maður er töturlegur og kaldur.
Hvaða gagn er í skáldskap? Að halda trú,
von og tilbeiðslu lifandi í hjarta manns-
ins, að sætta hann við lífið, að láta hann
una sér í þessum heimi. Hvaða gagn er
í skáldskap? Að hella eitri yfir svik og
lesti, að brenna og svíða hið viðbjóðs-
lega andlit hræsni og lyga. Að auka á
andstyggð alls þess, sem andstyggilegt er
og svívirðing alls þess, sem svívirðilegt er.
Hvaða gagn er í skáldskap? Að gera feg-
urð fegurri, yndisþokkann yndislegri,
sannleikann sannari, að skreyta blóm ak-
ursins, að láta ilmvatni rigna yfir rósina
og söng yfir næturgalann. Hvaða gagn
er í skáldskap? Að vera vitringum heims-
ins og hinum drembilátu hrösunarhella,
en börnum og barnslegum herbúðir og
eldsúla. Hvaða gagn er í skáldskap? Að
smyrja hina ódauðlegu dauðu, að skýra
hinn tilgangslausa alheim, að grípa leynd-
ardóm stjarnanna, að leysa höfin og
stormana, að spenna tvöfaldan regnboga
vonar og dýrðar yfir himininn, þangað til
allur heimurinn hrópar einni röddu, slær
einu hjarta og andar einum anda. Hvaða
gagn er í skáldskap? Að gera þessa víðu
veröld drukkna af yndisleik, þetta þak-
herbergi að höll og mig að konungi dauð-
ans og örlaganna. Skáldskapur ekki veru-
legur, ekki gagnlegur? Það eruð þér, sem
ekki eruð verulegir, þér hjörð af aura-
sálum, þér leðurblökur, þér uglur, þér
moldvörpur, þér mannlegu gorkúlur, sem
festið rætur og fitið ykkar sljóvgerðu,
fánýtu, vesölu líf: etið, drekkið og sofið,
kaupið, seljið og stritið í óslitinni hring-
iðu þunglamalegs lifandi dauða. Það eruð
þér, sem ekki eruð verulegir. Þér voruð
dauðir og yður varpað í gleymsku áður
en þér voruð bornir. Þér lifið alls ekki,
þér eruð reykur úr nösum dauðans.
Skáldskapur ekki verulegur, ekki gagn-
legur? Enginn hlutur er gagnlegur nema
skáldskapurinn og ekkert verulegt nema
skáldið.
Enginn skyldi æðrast,
þótt ömurlega horfi.
Þegar ég var 13 ára, brann bær for-
eldra minna til ösku. Ég fékk taugaáfall,
sem hafði þær afleiðingar í för með sér,
að fætur mínir lömuðust.
Bærinn reis aftur af grunni, en mátt-
íeysi mitt batnaði ekki. Líf mitt varð
dapurlegt. Foreldrar mínir voru mér að
vísu ástúðleg, en þau voru jafnan önnum
kafin og ég var einkabarn þeirra, en
fannst ég vera þeim þung byrði.
Einn dag að sumarlagi lá ég í legustól
úti í garði. Þá komu tvær litlar stúlkur
til mín og færðu mér blóm, sem þær
höfðu tínt í vegarbrúninni. Þótt nóg væri
af blómum í garðinum, gladdist ég samt
af hugulsemi telpnanna. Eg spjallaði við
þær um stund og bað þær að koma næsta
dag. Þær komu og höfðu þá litlu systur
sína með sér. Foreldrar þeirra voru hjá-
leigubændur og unnu mest hjá öðrum,
svo að börnin urðu mikið að sjá um sig
sjálf. Þær komu æði oft til mín. Ég sagði
þeim sögur, saumaði fyrir þær brúðuföt
og því um líkt.
Dag nokkurn sá ég yngstu telpuna
koma hlaupandi yfir götuna. Hún hras-
aði rétt fyrir framan bíl.Utan við mig af
ótta, stóð ég á fætur, gekk tvö skref og
datt svo.
Snarræði bílstjórans bjargaði baminu,
en ég hafði allt í einu orðið heilbrigð
á ný. Læknirinn sagði, að seinna áfallið
hefði læknað hið fyrra, enda gat ég fljót-
lega gengið og hlaupið eins og áður en
bærinn brann.
Nú er ég starfsöm og ánægð. Að vísu
er sjón minni dálítið ábótavant, en ég tel
aðeins björtu tímana, þegar sólin skín,
en gleymi því örðuga. (Þýtt úr dönsku)
28 HÚSFREYJAN