Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 14

Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 14
Myndofið veggteppi eftir Vigdísi Krist j ánsdóttur. Málverkum, höggmyndum og listiðnaði var smekklega fyrirkomið á og meðfram veggjum salsins. Voru þarna myndir eftir tíu listakonur. Barbara Árnason, Gréta Bjömsson, Guðmunda Andrésdóttir, Júlí- ana Sveinsdóttir, Karen Agnete Þórarins- son og Nína Tryggvadóttir sýndu olíu- málverk og vatnslitamyndir, þrjár mynd- ir hver, og Nína Tryggvadóttir sýndi einnig mynd (glugga) úr lituðu gleri. Höggmyndir sýndu Gerður Helgadóttir, Gunnfríður Jónsdóttir, Nína Sæmundsson og Ölöf Pálsdóttir. Vigdís Kristjánsdóttir sýndi mynd- vefnað, en fjölbreyttur listiðnaður, svo sem silfursmíði, handmálað postulín, út- skurður og listbókband var á sýningunni eftir Ásdísi Thoroddsen, Barböru Árna- son, Bryndísi Jakobsdóttur, Dóru Jóns- dóttur, Gróu Dalhoff, Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Margréti Albertsdóttur, Ólöfu Pálsdóttur, Rögnu Pétursdóttur, Rósu Þorleifsdóttur, Soffíu Stefánsdóttur, Svövu Þórhallsdóttur, Torfhildi Dalhoff, Unni Briem og Þóru Briem. Var þar margt fagurra muna og vel gerðra. Á langborði eftir salnum endilöngum var raðað yfirgripsmiklu sýnishorni af rit- um kvenna, gömlum og nýjum: skáld- sögum, leikritum, æviminningum, ljóðum, bamabókum og fræðiritum, svo og tíma- ritum og safnritum. I sýningarskrá sýn- ingarinnar var heildarskrá yfir bækur ís- lenzkra kvenna frá því um 1800 fram til ársins 1956, samin af Valborgu Bents- dóttur. Voru þar taldar einar 530 bækur eftir um það bil 215 höfunda og má af því marka, hve mikið konur hafa lagt til íslenzkra bókmennta síðast liðin 150 ár. Þó voru, eins og Valborg Bentsdóttir seg- ir í formála sýningarskrárinnar, „engin tök á því að safna skrá yfir þau ritverk kvenna, sem birzt hafa í blöðum og tíma- ritum, en allmargar konur hafa birt aðal- ritverk sín á þeim vettvangi." Af 42 tímaritum og safnritum kvenna, sem tal- in eru í bókaskránni, koma a. m. k. sjö út reglulega. Á sýningunni voru að sjálfsögðu rit Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, svo sem Kvennablaðið, er út kom 1895—1919, og Barnablaðið. En elzta bókin var Einfaldt matreiðslu vasa-kver fyrir heldri manna húsfreyjur eftir Mörtu Maríu Stephensen, konu Magnúsar konferenzráðs Stephen- sen. Var bókin prentuð í Leirárgörðum 14 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.