Húsfreyjan - 01.01.1963, Síða 5

Húsfreyjan - 01.01.1963, Síða 5
að við séum hálftíma að búa til eina rúllupylsu, sem er 1 kg, þá er tímakaup okkar um 100 kr. Árið 1958 var seld rúllupylsa fyrir 5 millj. Ég græddi 32 kr. á því að taka sjálf beinin úr tveim hangi- kjjötslærum fyrir jólin í stað þess að kaupa þau beinlaus, og fannst mér það vera ágætur gróði, en mörgum húsmæðr- um finnst það sjálfsagt góð og tillölulega ódýr hjálp í jólaönnunum að geta keypt beinlaus hangikjötslæri. Fyrir fisk voru borgaðar 73 millj., frú Eiríka sagði að þetta væri ónákvæm tala, það væri erfitt að fá nákvæma tölu yfir fiskneyzluna. Nú kostar ýsan 4,40— 5,45 kr. kílóið, en súpukjöt 32,35 kr. og lærissneiðar 48,20 kr., svo það er ekki erfitt að sjá, hvað ódýrast er að kaupa í matinn. Fyrir mjólk, mjólkurvörur og egg greiddum við 279 millj. Þetta er allt holl- ur matur, sem við framleiðum sjálf. Feiti, matarolía, smjörlíki og smjör kostaði 96 mill. kr., og er þá smjör og smjörliki reiknað á óniðurgreiddu verði. Ávextir og grænmeti kostaði 130 millj. Þar af kostuðu ávextir 82 millj. en græn- meti 48 millj. Neyzla ávaxta virðist fara mikið eftir því, hvað flutt er til landsins hverju sinni. Mikið er notað af niðursoðn- um ávöxtum. Af grænmetinu kostuðu kartöflurnar mest eða 21 millj. en þá eru þær kartöflur, sem bændur notuðu í bú- skap sinn reiknaðar á óniðurgreiddu verði Næst hæstir voru tómatarnir, kostuðu þeir 7 millj. Hitt grænmetið svo sem hvít- kál, gúrkur, gulrætur, laukur, o. fl., kost- uðu hvert um sig undir 2 millj., en allt niðursoðið og þurrkað grænmeti 4 millj Kaffi, kaffibætir, te og kakó kostaði 55 millj. Kaffi kostaði 46 millj. en te ekki ekki nema 2 millj. Er það ekki mikill kostnaður í samanburði við það, að gos- drykkir ag bjór kostaði 56 millj. og áfengi 154 millj. Síðastnefndu tölurnar eru ekki taldar til matarkostnaðar. Sykur, ávaxtamauk og sælgæti kost- aði samtals 100 millj., og kostaði einung- is sælgætið 55 millj. Frú Eiríka gerði mér þann greiða að reikna út, hve mikill syk- ur hefði verið notaður, og kom í Ijós að það var 51 kg á mann á ári eða hérumbil 1 kg á mann á viku. Að vísu er hér talið með bæði molasykur, flórsykur, púður- sykur, kandís og síróp og allur sá sykur, sem notaður er í sælgæti, kökur og gos- drykki. En þrátt fyrir það er ekki hægt að neita því, að við notum sykur í óhófi. Próf. Júlíus Sigurjónsson taldi í erindi, sem hann hélt í kennarafélaginu Hús- stjórn í fyrrasumar, að helzta vandamál í mataræði okkar væri það, hve við borð- uðum mikið og værum þess vegna of feit- ir. Mikið sykurát skemmir einnig tenn- urnar eins og allir vita. Fyrir önnur matvæli hafði verið greitt 15 millj., og stendur meðal annars í skýrzlu frú Eiríku, að notað hafi verið 2 millj. fyrir lýsi og 3 millj. fyrir bökunar- dropa, en 3Yz millj. fyrir allt annað krydd, kryddsósur og matarliti. Mér finnst, að mikið fé sé greitt fyrir bökun- ardropana, þ. e. aðallega vanillu- möndlu- og sítrónudropa, og held ég, að auglýs- ingarherferð verksmiðja, sem framleiða vanillusykur eða dropa beri góðan árang- ur. Við látum t. d. vanilludropa í margar kökur, þar sem þeir gera ekkert gagn. Vegna mikilla breytinga á verðlagi frá ári til árs, eru stórar sveiflur á tölunum eins og sýnt er í töflu II, sem hér fer á eftir. Tafla II. - 1957 1958 1959 Millj. Millj. Millj. króna króna króna Bjór og gosdrykkir 44 56 73 Kaffi, te, kakao _ _ 52 55 57 Áfengi 136 154 183 Til þess að geta séð, hvort neyzluvenj- ur okkar séu að breytast, þyrftum við að fá upplýsingar um, hve mikið magn af hverri fæðutegund við notum á mann á ári. Þetta kemur kannski bráðlega. En ég held, að óhætt sé að fullyrða, að 5 HÚSFBEYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.