Húsfreyjan - 01.01.1963, Side 28

Húsfreyjan - 01.01.1963, Side 28
Manneldisþáttur Framhald af bls. 17. bara, einkum vínrabarbara (C-fjörefnið eyðileggst þó við sultugerð). Jarðarber eru mjög auðug af C-fjörefni meðan þau eru ný. Ekki má heldur gleyma tómöt- um og lauk. Margar villijurtir eru ágæt- ir C-fjörefnisgjafar, svo sem skarfakál, hvönn, söl, njóli, túnsúra, arfi, fífilblöð, smári og túngrösin. Blöðin eru bezt. — Súruát barnanna á vorin kemur áreiðan- lega í góðar þarfir. Úr 100 g af hráum kartöflum að hausti fást allt af 20 mg af C-fjörefni, en 10 mg að vori. Við suðu tapast um Ys partur, minna við gufusuðu og minnst við hraðsuðu. Mikið af því tapi má vinna upp með því að nota soðið í súpur. Gullauga og rauðar íslenzkar hafa. reynzt beztar. — Úr 100 g af hrá- um gulrófum fást allt að 40 mg af C- fjörefni, og við suðuna tapast mjög lít- ið (10—15%), nema því lengur sé soð- ið. Fjörefnistapið er líka hverfandi lítið yfir veturinn, ef geymslan er góð. Þegar á allt er litið má segja, að gulrófur séu bezti C-fjörefnisg.jafi okkar íslendinga. Rófnakál er líka fjörefnaríkara en flest- ar káltegundir“. Garðyrkjumenn ættu að gefa orðum læknisins gaum, rækta nóg af grænmeti og hefja áróður fyrir aukinni neyzlu þess. I þessu sambandi má minnast á þjóð- arsjúkdóm Islendinga bannsetta tann- pínuna. Ein helzta orsök hennar er tal- in óhemju mikil neyzla sykurs og alls- konar sælgætissætinda; víða samfara mikilli notkun fínmalaðs, fjörefnasnauðs hveitimjöls. Sykurinn og sælgætið draga mjög úr lyst á hollri fæðu og verka þannig til ills — líka óbeinlínis. Um skeið var talið að burstun tannanna væri aðalhjálpræðið gegn tannskemmd- um — og svo að fylla í holur og draga út ónýtar tennur. En betra er að fyrir- byggja en tjasla í skemmdirnar. Burst- un tanna er sjálfsögð hreinlætisráðstöf- un, en engin allsherjarlæknig. Margir trúa á sýrugerlakenninguna gömlu, þ. e. að matarleifar, aðallega auðleyst kol- vetni (sykur, mjölvi), sýrist á tönnun- um og skemmi þær. Sykurinn verkar mjög fljótt, jafnvel 5 mínútum eftir að tönn var pensluð með sykurupplausn. Sýrustig þá orðið 4,8 ph, þ. ei. mjög súrt. En eftir 25 mínútur hafði sýrustig- ið breytzt aftur í 6, þ. e. var orðið lítið súrt, óskaðlegt tönnum að talið er. Nú borðum við margskonar mat miklu súr- ari en þetta. I nýlegu riti „Tándernas fullnáring som kariesprofylax“ eftir Al- Viðtal við Kirsten Hellner Framhald af bls. 19. safna að óþörfu skuldum. Heimili, sem sí- fellt eru í fjárhagsvandræðum, orka að sjálfsögðu á allt þjóðarbúið. Þess vegna tók „Bikuben" að sér að reyna að hjálpa fólki, sem komizt hefur í fjárhagskrögg- ur, að fá yfirlit yfir fjárhag sinn. MARGT FÓLK LEITAR RÁÐA ,,En leitar einungis fólk, sem komizt hefur í fjárhagskröggur til ykkar?“ „Nei, oft koma til okkar ung hjóna- efni, sem eru að stofna heimili og vita ekki hvaða fjárhagslegar skuldbindingar stofnun heimilis hefur í för með sér. Fólk, sem vill stofna eigið fyrirtæki, leitar einn- ig til okkar og loks fólk, sem vegna aldurs eða veikinda hefur misst atvinnu sína og leitar nú aðstoðar við að breyta lifn- aðrháttum sínum. „En það væri mjög mikils virði“. bæt- ir frú Hellner við að lokum, „ef skólarnir kenndu börnunum strax frá byrjun að ráðstafa peningum, þá myndi starfi mínu að leiðbeina fólki, sem lent hefur í fjár- hagsvandræðum, vera ofaukið". Sigríður Haraldsdóttir. 28 HÚSPREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.