Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Qupperneq 18
16
Ari Páll Kristinsson
stoðhljóðsins u í íslensku hafi verið hljóðbreyting sem tók a.m.k. tvær
og hálfa öld, þ.e. líklega frá síðasta fjórðungi þrettándu aldar og fram á
16. öld. Á þessum tíma kemur stoðhljóðsinnskot tiltölulega mun oftar
íyrir á undan r-i á milli samhljóða, svo sem í orðum á borð viÖfegrð,
og á milli p, t, k annars vegar og r í bakstöðu hins vegar, svo sem í
grípr, hestr, ríkr, en við aðrar hljóðfræðilegar aðstæður sem til greina
koma í þessu sambandi, t.d. í rífr, dagr, dauðr. Á síðustu árum 13. aldar
og á fyrri hluta hinnar fjórtándu vom dæmi um stoðhljóð hlutfallslega
langalgengust í klösum þar sem r stóð á milli (hreinna) samhljóða. Á
seinni hluta 14. aldar fer stoðhljóð á undan r-i í bakstöðu en á eftir p,
t, k mjög að sækja í sig veðrið og langt umfram dæmi um stoðhljóð á
undan r-i sem stóð í bakstöðu á eftir öðmm samhljóðum en p, t, k. Á
15. öld og fram á hina sextándu er hlutfall dæma um stoðhljóð á eftir
p, t, k hátt yfir áætlaðri, almennri tíðni þess umhverfis en önnur dæmi
um stoðhljóð á undan r-i í bakstöðu em á sama tíma enn talsvert færri
en hefði mátt ætla. (Sjá Ara Pál Kristinsson 1987.)
Það að táknun stoðhljóðs í stafsetningu fram á 16. öld virðist hafa
lotið hljóðfræðilegum skilyrðum, a.m.k. að hluta til, bendir til þess
að það sé ekki rétt, sem áður hefur verið haldið fram, að breytingin
hafi verið gengin yfir um 1400 en táknun án stoðhljóðs í rituðum
heimildum eftir 14. öld stafi eingöngu af íhaldssemi skrifara. Þess í
stað er líklegra að innskot stoðhljóðs hafi verið valfrjálst frá lokum 13.
aldar og a.m.k. fram á fyrsta fjórðung 16. aldar og breytilega beitingu
innskotsreglunnar megi rekja til þess að sumt hljóðfræðilegt umhverfi,
t.d. klasar á borð við -grð, -skr, kallaði meira á hana en annað, t.d.
-ðr, -fr, þótt stoðhljóðsleysi komi að sjálfsögðu einnig fyrir í hinum
„erfiðari" klösum, svo og stoðhljóðsinnskot í hinum „auðveldari".
2. Eldri reglur sem lýsa n-innskoti
Hreinn Benediktsson (1969:394) lýsir tilurð stoðhljóðs með reglu
(1). Tilkoma stoðhljóðs í íslensku er dæmi um hljóðkerfisreglu sem
gott er að lýsa með því að nýta atkvæðishugtakið; verið er að lýsa
nýju atkvæði. Hefðbundin, línuleg lýsing á borð við reglu (1) gerir
það ekki nema óbeint. Ef litið er á M-innskot sem virka reglu í nútíma-