Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Side 22
20
Ari Páll Kristinsson
Það getur þó alls ekki talist líklegt að við óeðlilega atkvæðagerð í
mörgum orðum með r í bakstöðu og á milli samhljóða hafi verið búið
í norrænu máli í hálft árþúsund eða svo. Hvemig á að gera grein fyrir
slíkum orðum á tímabilinu frá stóra brottfalli og fram til þess tíma þegar
M-innskots verður fyrst vart í íslenskum texmm undir lok 13. aldar?
Nú skal kynnt til sögunnar skýringartilgáta sem virðist varpa ljósi á
ástandið á fyrrgreindu tímabili. Hún er sú að eftir stóra brottfall hafi r í
bakstöðu á eftir samhljóði og í klösum á milli (hreinna) samhljóða getað
orðið atkvæðisbært.5 Þá gátu orð eins og tekr,fegrð orðið tvíkvæð í
framburði, þ.e. atkvæðisbært r var kjami síðara atkvæðisins. Þannig
hafði verið komið í veg fyrir að r í bakstöðu í orðum á borð við tekr og
r ásamt eftirfarandi samhljóði í orðum eins og fegrð lenti utan atkvæða
(yrði ,,extrasyllabískt“) — en hljóð sem ekki falla undir neitt atkvæði
falla brott í framburði. Leiða má óbein rök að því að r hafi getað orðið
atkvæðisbært í orðum af sömu gerð og tekr og fegrð en beinar heimildir
styðja tilgátuna ekki svo að mér sé kunnugt.6
5 Kristján Ámason (1980a:179) varpar hugmyndinni um atkvæðisbært r fram; hann
telur sennilegt að í fomu máli hafi r í orðum af sömu gerð og fiskr verið atkvæðisbært.
Atkvæðisbær hljómhljóð em alls ekki sjaldgæf í tungumálum. Wessén nefnir dæmi
úr sænsku (1945:41), og benda má á orð eins og little í ensku, auk samsvarandi
dæma í ýmsum öðmm tungumálum. Krahe (1966:63-68 og 1963:54-55) gerirráð fyrir
atkvæðisbærum nef-, hliðar- og sveifluhljóðum í indóevrópsku, r, /, m, n. Atkvæðisbært
r í indóevrópsku breyttist í sérhljóð + r í germönsku (fram kom ur), latínu (or), litháísku
(/r) og gnsku (ap eða pa) (Krahe 1963, 1966). Því hefur líka verið haldið fram að
hraðtalsreglur geti leitt til a.m.k. atkvæðisbærra /- og n-hljóða í íslensku, þar sem
t.a.m. orðið íslendingar væri borið fram [is^ldigar] (Kristján Ámason 1980b:212),
alveg væri borið fram [lve] og almennilegir sem [almnlei:r] (svo) (Pétur Helgason
1991:48-49).
6 Atkvæðisbært r er ekki táknað í textum með sérstökum hætti að því er séð verður
og ekki geta íslenskir málfræðingar 12. og 13. aldar um tilvist þess. Fom kveðskapur og
rit um hann mæla og fremur gegn því að orð eins og hestr.fegrð o.s.frv. haíi þar getað
verið tvíkvæð. í 13. aldar ritum, hjá frændunum Snorra Sturlusyni og Ólafi Þórðarsyni,
er talað um orð af þessari gerð sem eina „samstöfu". Af dæmum Snorra er ekki annað
að sjá, t.d.: „... að fimm samstöfur séu í öðm og hinu fjórða vísuorði, svo sem hér er:
Hialms fulli spekr hilmir
huatr uindles scatna"
o.s.ffv. (Snorra Edda 1975:283, sbr. Jón Þorkelsson 1863:10-13). Ef þetta eiga að vera