Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Blaðsíða 23
U-innskot í íslensku
21
Atkvæðisbært r var vafalítið ekki jafn-nauðsynlegt við allar aðstæð-
ur. Þannig hafa t.d. klasar á borð við -Vðr, -Vgr, -Vfr, þar sem [+sam-
felld] hljóð skildu r-in frá atkvæðiskjamanum, eflaust verið „léttari“
í framburði en orð þar sem t.a.m. hart lokhljóð stóð á milli kjamans
og r, t.d. í tekr, eða orð þar sem r stóð inni í samhljóðaklösum, t.d.
fegrð, austrs. Þess mætti því geta til að orð á borð við maðr hafi oftar
verið höfð einkvæð en tvíkvæð. Orð af sama toga og tekr, bátr,fegrð
kölluðu miklu frekar á einhverja úrlausn til framburðarléttis. Það má
þ.a.l. hugsa sér að þótt grundvallarreglan haíi verið sú að málnotendur
hafi getað valið milli þess að bera r í bakstöðu á eftir samhljóði og
inni í samhljóðaklösum fram sem „venjulegt“ r eða sem atkvæðisbært
r þá hafi sumir klasar einfaldlega verið „erfiðari“ en aðrir svo að hið
síðamefnda var nauðsynlegra í þeim en hinum „léttari“. Þess verður
ekki freistað hér að skilgreina nákvæmlega hvað hafi falist í „léttum“
og „erfiðum" klösum. Þó þykir mér sýnt að til hinna fyrrgreindu teljist
klasar með einu rödduðu önghljóði (þ.e. [+samf.] og [-sp.rgl.]) á undan
r-i í bakstöðu, t.d. í dagr, og til hinna síðamefndu a.m.k. klasar með
hörðu lokhljóði (þ.e. [-samf.] og [+sp.rgl.]) á undan r-i í bakstöðu, t.d.
í tekr, svo og klasar þar sem r stendur á milli samhljóða, svo sem í
fegrð. Klasamir -Ir, -nr, -mr, -(m)br, -(lln)dr og -(lln)gr standa trúlega
þama einhvers staðar mitt á milli; það sem þeir eiga sameiginlegt með
„léttustu“ klösunum er að á undan r-i kom hljóð sem var [-sp.rgl.] en
sameiginlegt með klösunum -pr, -tr, -kr er að hljóðið á undan r-inu var
[-samf.].
I fomsænsku kom fram stoðhljóð á undan r-i, eins og í íslensku, og
(síðar) einnig á undan /-i og n-i. Wessén (1945) skýrir það þannig að
rök gegn því að t.d. hvatr hafi getað verið tvíkvætt orð verða menn reyndar að gefa
sér að orðið „samstafa" sé þama notað á líkan hátt og við notum orðið „atkvæði". Enn
fremur verður að hafa í huga að alls ekki er víst að leiðir bragarháttar og framburðar
liggi alltaf saman. Verið getur að þótt orð eins og hvatr hafi getað haft atkvæðisbært r,
og getað verið þannig í raun tvíkvæð í iramburði, þá hafi verið leyfilegt að líta á þau
sem eina „samstöfu“ í kveðskap. í rímum frá 14.-16. öld virðast tvíkvæðar myndir
(t.d. hvatur), sem þá voru þó víslega komnar upp, ekki koma fyrir í síðustu bragliðum
óstýfðra vísuorða (Ari Páll Kristinsson 1987:117-118). Þannig er e.t.v. ekki allt sem
sýnist í foma kveðskapnum.