Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Síða 24
22
Ari Páll Kristinsson
eftir stóra brottfall haíi komið fram klasar sem hafi brotið gegn þeirri
(eðlilegu) atkvæðagerð að hljómandi samhljóð standi sem næst kjama
atkvæðis. Þá hafi orðið til fjöldi orða með atkvæðisbært r (og l og
rí) og síðar meir hafi því smám saman fylgt tilhneiging til að skjóta
inn stoðhljóði á undan hljómandanum (1945:41).7 Það sem Wessén
(1945) segir um bakstöðuklasa í fomsænsku á að breyttu breytanda
við um bakstöðuklasa með r-i í íslensku. Um hliðarhljóð og nefhljóð
gegnir vitaskuld öðm máli; orð eins og fugl og vatn héldust einkvæð í
íslensku.8
í 3. kafla verður sýnt hvemig ég hugsa mér að breytingamar hafi
7 Wessén skilgreinir atkvæði (svipað því sem Bloomfield hafði áður gert) sem „ett
antal ljud, som gruppera sig kring ett sonoritets- och intensitetsmaximum“ (1945:40).
Venjulega er slíkur kjami eitthvert sérhljóð sem samhljóðin raða sér í kringum þannig
að þau sem hljóma mest standa næst því. Þetta er í samræmi við stigveldið sem getið
var um fyrr í þessum kafla. En ef lokhljóð eða önghljóð stendur á milli hljómhljóðs
og sérhljóðs „tenderar ordet att bli tvástavigt. Ex.: akr, fugl, vatn övergá till áker,
fágel, vatten o.s.v.“ (1945:40). Bakstöðuklasar eins og kr, gl, tn voru sem sé slæmir
í fomsænsku því að þar var brotið gegn þeirri hljóðskipun að hljómendur stæðu sem
næst sérhljóði innan atkvæðis. Þess vegna varð til nýtt atkvæði.
8 Mismunandi hegðun íslensku hljómendanna á 14. öld, þ.e. um þær mundir sem
stoðhljóð kemur fram á undan r-i, kemur ekki einasta fram í því að fugl verður ekki
*fugul og vatn ekki *vatun, heldur taka bakstöðuklasar með l-i og n-i beinlínis að
þróast í aðra átt: í rl og rn kemur upp lokhljóð á undan l-i og n-i, ífl.fn, gl, gn breytist
önghljóð í lokhljóð á undan /-i og n-i, og löng l- og n-hljóð breytast í klasa þar sem
lokhljóð kemur á undan l-i og n-i.
Eins og áður hefur komið fram hafa verið sett fram stigveldi sem vísa til hljómmagns
hljóða. Þar er venjan að telja r hljómmeira en n, m. Stundum em r og l spyrt saman (t.d.
hjá Hooper 1976:196, sbr. Hooper 1972) en annars err-i lýst sem hljómmeira hljóðien
l-i (t.d. hjá Goldsmith 1990:112). Vennemann (1972) setur fram stigveldi sem vísar til
styrks hljóða (styrksstigveldið í samhljóðum byggir einkum á því í hve miklum mæli
þeim er hætt við að samlagast öðmm, þ.e. eftir því sem hljóð em veikari hafa þau meiri
tilhneigingu til að drekka í sig eiginleika grannhljóða); Vennemann telur r vera einu
þrepi veikara samhljóð en /.
Sérstaða r gagnvart l, m, n í íslensku þarf því ekki að koma svo mjög á óvart
og skýring, þar sem gert er ráð fyrir valfrjálsu, atkvæðisbæm r-i í íslensku áður en
til stoðhljóðsinnskots kom, getur verið góð og gild þótt hún eigi ekki við um aðra
hljómendur í málinu. r hefur tiltölulega mikla sérstöðu gagnvart I,m,ní íslensku og er
merkt [+samf.j en / og aðrir hljómendur [—samf.], eins og Ásta Svavarsdóttir (1984)
hefur sýnt rækilega fram á með dæmum úr nútímamáli.