Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 25
U-innskot í íslensku
23
orðið: í kjölfar stóra brottfalls urðu til slæm atkvæði í mörgum orðum
með r í bakstöðu á eftir samhljóði eða á milli (hreinna) samhljóða en
úr því mátti bæta því að r í slíku umhverfi gat orðið atkvæðisbært.
Undir lok 13. aldar fer sú breyting að gera vart við sig að leysa má hin
atkvæðisbæm r af hólmi sem valkost með stoðhljóðinu u, en r-ið sjálft
varð sjálfkrafa óatkvæðisbært þegar það fylgdi u-i, m.ö.o. „venjulegt“ r.
En hver var hvatinn að M-innskoti fyrst atkvæðagerðin, sem fýrir
var, var ekki ótæk? Kom ffam hamla sem bannaði atkvæðisbært r við
fyrrgreindar aðstæður í íslensku? Ekki er gott að geta sér til um það
fremur en orsakir ýmissa annarra hljóðbreytinga. Ekki er heldur nein
sérstök skýring tiltæk á því að hljóðgildi stoðhljóðsins varð hér alltaf u,
þ.e.a.s. uppmælt, kringt, nálægt sérhljóð í elsta máli (eftir frammælingu
varð það [y]) en engin dæmi benda til hinna áherslulausu sérhljóðanna,
i og a, í íslensku en táknun sem bendir til mismunandi hljóðgildis
stoðhljóðs var t.a.m. algeng í norskum textum (laut raunar stundum
sérhljóðasamræmi).
Orsök M-irmskots verður látin liggja á milli hluta að sinni. Þó er ljóst
að ef það hefði komið til sögunnar án undanfarandi málstigs þar sem
atkvæðisbært r var leyfilegt, þegar málnotendum fannst þeir þurfa þess
með til að skila r-hljóðinu í ffamburði, hefði M-innskot væntanlega átt
að verða miklu fyrr en raun varð á. En nú verður fyrstu merkja um u-
innskot ekki vart fyrr en seint á 13. öld, þ.e. hér um bil hálfú árþúsundi
eftir að stóra brottfall var um garð gengið.
I því sem hér fer á eftir verður við það miðað að undanfari M-innskots
hafi verið (valffjálst) atkvæðisbært r í bakstöðu á eftir samhljóði, eða á
milli samhljóða. Það sem gerir þá tilgátu trúverðuga er tilvist atkvæð-
isbærra hljómenda í sams konar umhverfi í mörgum tungumálum og
engin sérstök ástæða er til að ætla að hljóðskipun í norrænu hafi verið
frábmgðin hinni almennu tilhneigingu að raða hljómandi og samfelldu
hljóði heldur nær en fjær atkvæðiskjama — en útilokað er að r í bak-
stöðu á eftir t.a.m. hörðum lokhljóðum eða r á milli samhljóða hafi
ekki fallið undir neitt atkvæði í margar aldir (frá stóra brottfalli og til
ofanverðrar 13. aldar).