Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 26
24
Ari Páll Kristinsson
3. Ný lýsing á u-innskoti
Á síðari árum hefur orðið æ algengara í lýsingum á hljóðkerfislegum
ferlum að vísa til áhersluliða, atkvæða og fleiri þátta sem snerta stærri
einingar en einstök málhljóð. Sömuleiðis hefur verið unnið að því að
kanna innri gerð hljóða. í yfirsneiðahljóðkerfisfræði er við það miðað
að einstakir hljóðþættir geti dreifst á fleiri en eitt hljóð í einu og að eyða
megi þáttum og þáttahópum án þess að hljóð hverfi. Gert er ráð fyrir
því að hljóð hafi innri formgerð þar sem einstakir þættir eða þáttahópar
flokkist saman.9 Þættimir eru þó tengdir grundvallareiningum í bygg-
ingu myndana. Slíkar einingar eru gjama táknaðar með C og V, þar sem
V em hljómmestu einingar hvers atkvæðis (venjulega sérhljóð) sem C
(samhljóð) raða sér utan um. (Stundum em grunneiningamar þó aðeins
táknaðar með X-um, þ.e. þær em þá ómerktar með tilliti til stöðu og
hlutverks innan atkvæðis.) Menn hugsa sér enn fremur að einingamar,
sem samsvara í raun og vem nokkum veginn einstökum hljóðum, hafi
„tímagildi“, þannig að V sé stutt sérhljóð en W langt, o.s.frv.
Nú verður stungið upp á nýrri lýsingu á M-innskoti.
Fyrst skoðum við hvemig ég hugsa mér að atkvæðagerð hafi getað
verið í orðunum tek(u)r og feg(u)rð á þremur mismunandi stigum í
ferlinu. Þau em sýnd á myndum (5), (6) og (7).
9 Hér á eftir er gert er ráð fyrir því að hljóðum sé í innri gerð sinni skipt í raddbanda-
þætti, myndunarstaðarþætti og myndunarháttarþætti. í skrifum um íslenska hljóðkerf-
isfræði í anda yfirsneiðahljóðkerfisfræði hefur verið gert ráð fyrir sérstakri röð radd-
bandaþátta (eða ,,barkakýlisþátta“) og hins vegar röð fyrir þætti sem vísa til starfsemi
ofan barkakýlis (sjá Höskuld Þráinsson 1978 og Sigríði Sigurjónsdóttur 1988-1989).
Margt bendir til þess að hina síðamefndu ætti að ílokka frekar niður, og liggur beint
við að skipta þeim eftir því hvort þeir lýsa myndunarstað eða myndunarhætti hljóða.
Ég hugsa mér að þættimir [hljóm.] og [samf.] eigi heima saman í röð undir heitinu
„myndunarháttur“ þegar innri gerð sneiða er lýst (og vísa þá til þess flokks þátta
sem Ladefoged og Halle 1988 kenna við „stricture“, sbr. „manner tier“ t.d. hjá Hayes
1990:33). Ef til vill á [nefkv.] heima í sömu röð en Ladefoged og Halle (1988) ætla
þeim þætti sérstaka röð, kennda við gómfillu. Við getum leitt þáttinn [nefkv.] hjá okkur