Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 28
26
Ari Páll Kristinsson
í (5) er lýst ástandinu strax eftir stóra brottfall; í mjög mörgum
orðum var þetta þó aldrei hin „raunverulega" atkvæðagerð því að sjálf-
krafa breyting yfir í (6) var þar nauðsynleg strax, svo sem nú verður
rakið. í (5) er atkvæðagerðin óeðlileg í mjög mörgum orðum hvort
heldur miðað er við hljómmagnsstigveldi eða styrkleikastigveldi sem
sett hafa verið fram og hljóðskipunarreglur leyfðu ekki að hið hljóm-
mikla og veika samhljóð r væri skilið frá kjama atkvæðis með sér mun
hljómminni og mun sterkari samhljóðum eða stæði á milli (hreinna)
samhljóða. í orðum þar sem tiltölulega hljómmikil og veik samhljóð
stóðu milli kjamans og r í bakstöðu mátti þó búa við þá atkvæða-
gerð. Þar var ekki knýjandi þörf á úrbótum. Sú var hins vegar raunin
í t.d. tekr, fegrð, hestr, fiskr og fleiri slíkum orðum. Atkvæðagerð-
in í (5) var því við slíkar aðstæður strax leyst af hólmi með þeirri
sem sýnd er í (6). Þama er r, sem er [+hljóm.] og [+samf.] eins og
sérhljóð, orðið atkvæðisbært, þ.e.a.s. kjami nýs atkvæðis. í lok 13.
aldar fór svo að gefast kostur á (7) í stað (6), til úrbóta í „erfiðari"
orðunum, en í (7) hefur atkvæðisbært r, sbr. (6), breyst í ur; «-ið
er kjami atkvæðisins en r-ið er orðið að „venjulegu“ r-i, sem sést á
því að það tengist ekki lengur við V-bás heldur við C-bás eins og
önnur samhljóð. Frá 16. öld hefur atkvæðagerðin í (5) verið óleyfi-
leg í öllum orðum en (7) nær bæði til orða með (eldri) „erfiðum“
klösum og „léttum“ því að smám saman hafði fjölgað dæmum um
„létta“ klasa sem fóm sömu leið og hinir „erfiðu“, a.m.k í óbundnu
máli.
Víkjum þá að því hvemig lýsa megi tveimur ferlum sem þama koma
við sögu, reglu sem breytti (5) í (6) og annarri sem breytti (6) í (7).
Regla (8) gæti lýst ferlinu frá (5) til (6).10 Reglan var valfrjáls. Þó
var miklu meiri tilhneiging til að beita henni ef samhljóðið, sem stóð á
undan r-i í bakstöðu, var hart lokhljóð, þ.e. [+sp.rgl.] og [-samf.], eða
ef þriðja samhljóð fylgdi aftan við r í kálfinum.
10 Gert er ráð fyrir því að samlögun sr>ss verði á undan þessu ferli. Regla (8)
á aðeins við þegar þáttabálkar samhljóðanna í kálfinum eru ólíkir og gat því ekki
verkað á langt r (annars hefði reglan spáð því að úr löngu r-i yrði „venjulegt" r +
atkvæðisbært r). Langt r hefur alla þætti merkta eins fyrir báða C-básana, sbr. (i):