Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 31
U-innskot í íslensku
29
upp á nýtt og r tengist við eigin C-bás enda ekki lengur kjami eða
„hljómtoppur“ atkvæðisins. Fyrstu merkja um reglu (9) sér stað í lok
13. aldar. Líklega var henni fyrst oftast beitt í orðum þar sem r stóð á
milli samhljóða; mörg dæmi frá u.þ.b. 1275-1350 benda til þess. Síðan,
á seinni hluta 14. aldar og áfram, verður verkun hennar afar áberandi í
orðum þar sem p, t, k komu næst á undan r-i sem stóð í bakstöðu.
Svo virðist sem málnotendur á 14.-16. öld hafi smám saman sett
meira og meira fyrir sig að bera r fram án stuðnings þannig að það varð
sífellt algengara að farið væri með hina „léttari“ klasa á sama hátt og
dæmigerða „erfiða" klasa, þ.e. klasa með p, t, ká undan r-i í bakstöðu
og klasa með r á milli samhljóða. Úrlausnin, sem „erfiðu“ klasamir
fengu, varð fyrirmynd að meðferðinni á orðum á borð við dagr, rífr,
dauðr sem á endanum rötuðu öll og alltaf sömu leið og orð eins og tekr,
fegrð. Það endaði með því, á 16. öld, að svo var komið að öll orð með
r í bakstöðu á eftir samhljóði eða r milli samhljóða fengu stuðning af
u-i í framburðinum.12
4. Lokaorð
Þegartilkoma stoðhljóðs á íhluttel ég að andlínuleg framsetning, sbr.
reglur (8) og (9) hér að framan, hafi meira skýringargildi en hin línulega,
sbr. reglu (1). Þótt ég geti fallist á það sjónarmið að í grundvallaratriðum
segi umritunarreglur hið sama hver sem formleg framsetning þeirra er,
þ-e. „A breytist í B við aðstæðumar C“ (sbr. Kristján Ámason 1986:2),
kemur í Ijós að línulega innskotsreglu eins og reglu (1), sem segir
að u verði til úr engu á undan r-i sem stendur á eftir samhljóði og á
undan annaðhvort samhljóði eða orðaskilum, vantar tvö mikilvæg atriði
sem hafa skýringargildi, sem sé annars vegar að vísað sé beinlínis til
atkvæðishugtaksins og hins vegar að sameiginlegir þættir sneiða séu
sérstaklega dregnir fram. Því hefur slíkum reglum verið hafnað hér til
lýsingar á M-innskoti. Ekki skal þó dregið í efa að línulegar reglur em
12 Reglumar (8) og (9) taka a.m.k. til orða með „erfiðum" klösum. Ekki er fullljóst
hvemig fara ber með orð með mjög „létta“ klasa, t.d. dagr, rífr, dauðr, þ.e. hvort gera
beri ráð fyrir því að regla (8) verki á undan reglu (9) eða hvort gerð skuli grein fyrir
breytingunni úr (5) í (7) með einni reglu.