Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 32
30
Ari Páll Kristinsson
hentug og einföld aðferð til að lýsa dreifingu hljóðkerfislegraíýrirbæra,
t.d. til að lýsa því hvar ur kemur fram í nútímamáli þar sem áður var r.
í hinni nýju lýsingu í 3. kafla er gert ráð fyrir því að tilurð atkvæðis-
bærs r-hljóðs hafi getað greitt úr óeðlilegum hljóðaklösum með r-i sem
urðu til við stóra brottfall. Tilgátan um atkvæðisbært r, í orðum þar sem
fram höfðu komið óþægilegir klasar, getur skýrt hvers vegna ekki fór
að bera á stoðhljóði í þeim fyrr en mörgum öldum eftir stóra brottfall;
sem sé: atkvæðagerðin, sem fyrir var, var ekki ótæk. Á 13.-14. öld
kom fram sú nýjung að leitað var eftir framburðarlétti með -ur() í stað
þess að nota atkvæðisbært r. Þannig var M-innskot arftaki atkvæðisbæra
r-hljóðsins sem valkostur í fyrrgreindum klösum.
í lýsingu minni á w-innskotinu hér, í reglu (9), er sýnt að r hefur
mikilvæga þætti sameiginlega með sérhljóðum, þ.e. alla raddbanda- og
myndunarháttarþætti. Það sem breytist er einfaldlega að einn mynd-
unarstaðarbálkur kloíhar í tvo; í (9) er það sýnt sem klofhing í neðstu
röðinni. Þá er CV-röð einnig mikilvægur þáttur lýsingar minnar því
að hún gerir m.a. kleift að draga fram hverjar hljómmestu einingar
atkvæða em.
HEIMILDIR
Anderson, Stephen R. 1969. An Outline of the Phonology of Modem Icelandic Vowels.
Foundations ofLanguage 5:53-72.
—. 1972. Icelandic M-Umlaut and Breaking in a Generative Grammar. E.S. Firchow,
K. Grimstad, N. Hasselmo og W.A. O’Neil (ritstj.): Studies for Einar Haugen,
bls. 13-30. Mouton, The Hague.
Ari Páll Kristinsson. 1987. StoðhljóÖið u í (slensku. Ritgerð til kandídatsprófs í íslenskri
málfræði. Háskóli íslands.
Ásta Svavarsdóttir. 1984. Samfellt eða ekki samfellt? Um vensl hljómenda f íslensku
og þáttagildi /1/. íslenskt mál 6:7-32.
Clements, George N. og Samuel Jay Keyser. 1983. CV Phonology. A Generative Theory
ofthe Syllable. Linguistic Inquiry Monograph Nine. The MIT Press.
Clements, George N. og Engin Sezer. 1982. Vowel and Consonant Disharmony in Tur-
kish. Harry van der Hulst og Norval Smith (ritstj.): The structure ofphonological
representations (II), bls. 213-255. Foris Publications, Dordrecht.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1981. {/-hljóðvarp og önnur a-ö víxl í nútímaíslensku. íslenskt
mál 3:25-58.