Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 37
EIRÍKUR RÖGNVALDSSON
Nema
1. Inngangur
Samtengingar hafa venjulega ekki fengið mikið rúm í íslenskum
málffæðiritum.1 Líklega er það að nokkru leyti vegna þess að þær
lenda hálfvegis á milli greina málfræðinnar; þær eru fljótafgreiddar
í beygingafræðibókum vegna þess að þær hvorki beygjast né stjóma
falli, og höfundum setningafræðirita þykja setningatengsl ekki meðal
forvitnilegri viðfangsefna. Á undanfömum ámm hafa þó verið skrif-
aðar nokkrar greinar um einstakar samtengingar í íslensku. Höskuldur
Þráinsson (1980) færði rök að því að sem og er væm ekki tilvísunarfor-
nöfh, heldur tengingar, Halldór Armann Sigurðsson (1981) gerði úttekt
á svonefndum „fleiryrtum aukatengingum“, og ég hef skrifað um ís-
lenskar aðaltengingar (1981), tilvísunartengingar hjá Halldóri Laxness
(1983) og tenginguna enda (1987). Um tenginguna nema hefur aftur á
móti lítið verið fjallað sérstaklega, þótt hennar sé að sjálfsögðu getið í
upptalningum.
íslenskar málfræðibækur og orðabækur nefna yfirleitt ekki að nema
geti verið annað en samtenging.2 Þannig er orðið greint t.d. í Orða-
bók Menningarsjóðs, Orðabók Blöndals (Sigfús Blöndal 1920-24), og
Ordbog over det gamle norske sprog eftir Fritzner (1954). Nánar til tek-
ið er nema vanalega talin skilyrðistenging (sjá t.d. íslenzka málfrœði
Björns Guðfinnssonar (1958:88), íslenska málfrceði Knstjáns Ámason-
ar (1980:30), íslenzka setningafræði Bjöms Guðfinnssonar (1943:34);
1 Upphaf þessarar greinar má rekja til erindis sem ég flutti á ráðstefnu íslenska
málfræðifélagsins í nóvember 1991. Hér er þó miklu breytt, fellt úr og aukið við.
Ég þakka áheyrendum á ráðstefnunni gagnlegar umræður, en sérstaklega þakka ég
Halldóri Ármanni Sigurðssyni fyrir gagnlegar athugasemdir.
2 Eina undantekningin sem ég hef rekist á er Lexicon Poeticum (Sveinbjöm Egilsson
1913-16), sem greinir nema eingöngu sem atviksorð.
íslenskt mál 14 (1992), 35-61. © 1992 íslenska málfræðifélagiö, Reykjavík.