Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 40
38
Eiríkur Rögnvaldsson
í 2. kafla er fjallað um hugtakið skilyrðissetning, merkingu tenging-
arinnar nema og tengsl hennar við neitun. í 3. kafla er sýnt að nema
getur einnig tengt tvær hliðskipaðar aðalsemingar, og í 4. kafla er farið
yfir ýmis atriði sem skilja milli aðalsetninga og aukaseminga og þau
rök sem beita má til að greina þar á milli. f 5. kafla er sýnt að nema getur
einnig tengt einstaka semingarliði eins og (sumar) aðaltengingar. í 6.
kafla kemur fram að nema getur tengt nafnháttarsetningar við aðalsem-
ingu, og í 7. kafla er sýnt að nema tengir í stöku tilvikum fallsetningar.
í 8. kafla eru svo færð rök að því að auk þess að vera óvenju fjölhæf
samtenging geti nema líka gegnt hlutverki atviksorðs.
2. Sérstaða nema meðal tenginga
Við skulum í upphafi glöggva okkur á merkingarlegri sérstöðu skil-
yrðissetninga. Jakob Jóh. Smári (1920:188) notar hugtakið skildaga-
málsgrein og skýrir það svo:
Skildagamálsgrein nefni eg málsgrein, sem segir, hvað verði (yrði),
ef einhver skildagi er (væri) uppfyltur. í skildagamálsgrein er að-
alsetning og aukaseming, sem tengdar eru með skilyrðistengingum
[... ] eða viðurkenningartengingum [...]. — Skilyrðisseming er aft-
ur á móti nefhd aukasetningin í skildagamálsgrein, er hún byrjar á
skilyrðistengingu [...].
Það er sem sé skildaginn sem einkennir skilyrðissemingar; í aðal-
setningunni er sett fram fullyrðing, loforð, skipun, ósk o.s.frv., sem er
skilyrt af því sem segir í aukasetningunni. Munurinn á ef og nema er
svo sá að með ef er skilyrðingin jákvæð, en með nema getur skilyrð-
ingin eingöngu verið neikvæð. Sem sé: Með ef er það eiginlega gefið
að fullyrðingin (o.s.frv.) í aðalsemingunni sé ekki gild, og tilteknar
aðstæður þurfi til að hún öðlist gildi; með nema er fullyrðingin í aðal-
semingunni gild, og tilteknar aðstæður þarf til að hún gildi ekki. Það
er þess vegna hæpið að halda því fram að nema merki nokkum tíma
nákvæmlega ‘ef ekki’, eins og (11) sýnir:
(11) a Ég fer norður ef Jón kemur ekki.
b Ég fer norður nema Jón komi.