Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 44
42
Eiríkur Rögnvaldsson
4. Aðaltengingar og aukatengingar
En þótt ekki sé alltaf um skildaga að ræða í «£/na-setningunni, getum
við þá fullyrt að nema sé þar aðaltenging en ekki skilyrðistenging? Er
þetta ekki bara merkingarlegt atriði en ekki setningafræðilegt? Ef við
höfum tvær setningar sem hvor um sig hefur sína umsögn, og milli
þeirra er eitthvert tengiorð, getum við þá alltaf skorið úr um það hvort
þetta séu tvær hliðskipaðar setningar, eða hvort um móðursemingu og
dóttursetningu sé að ræða?
íslenskar málfræðibækur eyða yfirleitt litlu púðri á þetta atriði, og
mætti af þeim ráða að greining þama á milli sé einfalt mál. Jakob
Jóh. Smári segir t.d. (1920:194): „Aukasemingar standa á líkan hátt
af sér gagnvart málsgrein, sem semingarhlutar gagnvart einfaldri sem-
ingu [... ].“ í íslenzkri málfrœði Bjöms Guðfinnssonar segir (1958:87):
„Samtengingar skiptast í tvo aðalflokka: aðaltengingar og aukateng-
ingar. Fer sú skipting eítir því hvers konar semingar orðin tengja.“
Mér hefur oft sýnst að flokkun tenginga, og skil milli aðalseminga
og aukaseminga, séu ekki jafh ótvíræð og málfræðibækur vilja vera
láta. Þannig reyndi ég að færa rök að því að enda, sem alltaf er talin
aðaltenging í bókum, sé í raun og vem hvorki aðal- né aukatenging
— eða bæði aðal- og aukatenging, eftir því hvemig litið er á málið
(sjá Eirík Rögnvaldsson 1987). Það breytir því þó ekki að ég held að
tenging með enda sé alltaf sams konar — það sé sem sagt ekki svo að
enda sé stundum aðaltenging, en stundum aukatenging, heldur sé alltaf
um eins konar millistig að ræða.
En ef við höfum það nú fyrir satt sem Jakob Jóh. Smári segir, að
nema sé ekki alltaf skilyrðistenging, heldur geti líka verið aðaltenging
— hvemig gemm við þá fært rök að því; og hvemig greinum við á
milli?
Þegar um hliðskipun er að ræða, er oft hægt að breyta röð setninganna
án þess að merking breytist. Vissulega verður útkoman stundum dálítið
skrítin vegna þess að oft er það sem segir í fyrri semingunni einhvers
konar undanfari eða forsenda þess sem fram kemur í þeirri seinni. Það
breytir því þó ekki að sannleiksgildið er hið sama: