Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 56
54
Eiríkur Rögnvaldsson
(83) Hann var einn nískasti maður sem ég hafði hitt, nema ef
froskköfun átti í hlut.
Þótt nema sé hér fyrri tengingin, eða fyrri hluti tengingarinnar, sýnist
mér að það sem á eftir kemur sé hin raunverulega tenging. Aukasetn-
ing sem hefst á nema þegar er sem sé tíðarsetning, aukasetning sem
hefst á nema vegna þess að er orsakarsetning, o.s.frv. Þetta breytir
auðvitað engu með sambandið nema ef, vegna þess að ef er skilyrð-
istenging hvort eð er. í þeim setningum kemur fram, eins og Jakob Jóh.
Smári bendir á (1920:190; sjá einnig Stefán Einarsson 1949:154), að
sögn aukasetningarinnar er í framsöguhætti. Ef nema er eina tengingin,
stendur sögnin hins vegar alltaf í viðtengingarhætti (Jakob Jóh. Smári
1920:190, Stefán Einarsson 1949:154):
(84) a Við vinnum þetta kauplaust, nema aðsóknin verði/*verður
mjög góð.
b Við vinnum þetta kauplaust, ef aðsóknin verður/*verði ekki
mjög góð.
(85) a Hann var einn nískasti maður sem ég hafði hitt, nema frosk-
köfun ætti/*átti í hlut.
b Hann var einn nískasti maður sem ég hafði hitt, ef froskköfun
átti/*ætti ekki í hlut.
Það er auðvitað álitamál hvemig á að flokka nema í þessum setning-
um; á að telja það hluta af tengingunni eða ekki? Ég held að eðlilegt
sé að telja það atviksorð, en það hefur óneitanlega takmarkaða dreif-
ingu.10 Um atviksorðið nema verður nánar fjallað í næsta kafla.
10 Öðru máli gegnir, held ég, um sambandið nema hvað. Þar er það nema sem ákveður
gerð eftirfarandi semingar, öfugt við hin samböndin; setning tengd með nema hvað er
sem sé aðalsetning, en ekki spumaraukasetning, eins og ef hvað ákvæði gerðina.
(i) Jón elskar alla nema hvað hann hatar Maríu.
Það er reyndar athyglisvert að á eftir nema hvað gengur tengieyðing varla þótt hún
gangi í samsvarandi setningum með nema einu sér:
(ii) a Jón elskar alla nema___hatar Maríu.
b *Jón elskar alla nema hvað_____hatar Maríu.