Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 60
58
Eiríkur Rögnvaldsson
Þar með er ekki allt upp talið; nema er líka notað í e.k. upphrópunum,
eins og nema hvað?, og í samtali eða frásögn, ekki síst þegar vikið er
aftur að einhveiju efni: Nema það, að hann kemur aftur daginn eftir....
Um þessa notkun nema hef ég ekkert að segja.
Af þessu er ljóst að nema er öðrum tengingum fjölhæfari; getur bæði
verið aðaltenging og tilheyrt tveim af þrem aðalflokkum aukatenginga,
auk þess að vera atviksorð og e.k. upphrópun. Merkingin sýnir líka
að þama er í einhverjum skilningi um „sama“ orðið að ræða í öllum
tilvikum, en ekki nokkur orð sem af tilviljun hljóma eins.
En þrátt fyrir þennan fjölda flokka virðist stundum að nema falli
ekki almennilega að neinum þeirra. Úr því mætti e.t.v. bæta með því
að fjölga flokkunum enn; en einnig má hugsa sér að það sé sjálfur
grundvöllur flokkunarinnar sem þarfnist endurbóta. Ég hef áður haldið
því fram (Eiríkur Rögnvaldsson 1987) að hliðskipun og undirskipun
séu ekki tveir andstæðir pólar, heldur sé þar um að ræða tvo tvígilda
þætti, sem kalla mætti [+/-HLIÐ] og [+/-UNDIR]. Sé tenging merkt
[+HLIÐ] táknar það að hún tengi tvær jafhgildar einingar (setningar
eða setningarliði); tenging sem er merkt [+UNDIR] tengir aftur á móti
tvær setningar þar sem önnur er liður í hinni. í þessu þáttakerfi eru fjórar
samsetningar hugsanlegar; dæmigerðar aðaltengingar eru þá [+HLIÐ,
-UNDIR] og dæmigerðar aukatengingar [-HLIÐ, +UNDIR]. Senni-
lega er plúsmerking á báðum þáttunum útilokuð, því að engin setning
getur í senn verið hliðstæð annarri og liður í henni.12 Þá er eftir fjórði
möguleikinn, tveir mínusar; ég hef sett fram þá tilgátu að slík merking
eigi við tenginguna enda (Eiríkur Rögnvaldsson 1987). Mér sýnist ekki
fráleitt að sama geti gilt um nema, a.m.k. í sumum tilvikum; einkum
þegar bæði PRO og götun eru í «e/Ma-setningunni.
Á hinn bóginn er ljóst að eigi að flokka allar samtengingarniður eftir
12 Johannessen (1992) setur fram hugmyndir um greiningu setninga eða liða sem
virðast vera hliðtengdir en eru þó ekki samstæðir. Hún hugsar sér að samtengingin
sé höfuð (head) sjálfstæðrar vörpunar (projection), en tengdu liðimir séu ákvarðari
(specifier) og fylliliður (complement) þessa höfuðs. Með þessu móti telur hún sig geta
skýrt ýmislegt „óvænt“ í hegðun slíkra hliðskipana. Mér finnst þetta mjög áhugavert,
en hér eru ekki efni til að skoða þetta nánar, enda er Johannessen aðeins að vitna hér
lauslega til doktorsritgerðar sem hún vinnur nú að.