Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 67
Um beygingarsamrœmi og málkunnáttu
65
°g lögðu dóma á þær. Þessir einstaklingar eru allir málfræðingar, bú-
settir á höfuðborgarsvæðinu og á aldrinum 30—50 ára, sjö karlar og
tvaer konur. Af ástæðum sem ekki er þörf á að rekja hér reyndust svör
tveggja þátttakenda ónothæf og verður hér því aðeins greint ffá svörum
hinna sjö.
Undir venjulegum kringumstæðum væri það e.t.v. ókostur að leita
einungis til málffæðinga, því að ætla má að opinberar „forskriftir um
mál hafi meiri áhrif á dóma þeirra en annarra. Ég hygg þó að þetta
hafi ekki komið að sök í könnuninni, vegna þess að þegar hún fór ffam
höfðu málffæðingar svo gott sem ekkert skrifað um beygingarsamræmi
t Þgf./nf.-semingum, og því höfðu aldrei verið settar ffam neinar reglur
um það. Það kom enda í ljós að nokkur munur var á svömm þeirra sem
Þátt tóku í könnuninni. Auk þess er oft erfitt eða útilokað að styðjast
við svör þeirra sem ekki em vanir að fella dóma um setningar. Þeir
hafa að sjálfsögðu máltilfinningu til jafhs við málfræðinga, en em ekki
vanir að gera sér hlutlæga grein fyrir henni. Að öllu athuguðu held ég
að kostir þess að leita til málfræðinga hafi verið mun meiri en gallamir
(en óneitanlega væri forvimilegt að grafast frekar fyrir um þetta með
sérstakri samanburðarkönnun).
Þátttakendumir svömðu könnuninni skriflega og á eins löngum tíma
°S þeim hentaði. Þetta gerðu þeir alveg sjálfstætt, án þess að ég kæmi
þsr nærri, ræddi setningamar við þá eða hefði nokkur önnur afskipti
þeim. Þátttakendur gáfu setningunum venjulegar „einkunnir , ?, *
°-s.frv., en í úrvinnslu könnunarinnar gaf ég þessum einkunnum síðan
tölugiidi, eins og sýnt er í (5):
(5) a „Fráleit“ = *; gildi -4
b „Vond en kannski ekki alveg fráleit" = ?*; gildi -3
c „Mjög óeðlileg, hæpin“ = ??; gildi -2
d „Gæti gengið en ekki alveg fullkomin“ = ?; gildi —1
e „Fín“ = F (eða ekkert tákn); gildi 0
Einn þátttakenda kaus að nota stundum enn fínni kvarða, t.d. (?)?, og
hef ég þá gefið viðeigandi „milligildi“, t.d. —1,5. Tölugildin hafa þann
k°st að það er auðveldara að átta sig á þeim en þeim táknum um gæði