Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 70
68
Halldór Ármann Sigurðsson
vera fáir, ef nokkrir, sem sagt geta *Honum skrikaði fœtur,4 Annars
vekur það einkum athygli í þessum niðurstöðum að nokkur munur er
á dómum þátttakenda: C og F skera sig úr, leyfa frekar samræmisleysi
en aðrir.5 Það á eftir að koma betur í Ijós hér á eftir að F hefur verulega
sérstöðu, einnig að því er varðar setningar með nefhifallsandlagi í 1.
eða 2. persónu.
Nú má reyndar velta því fyrir sér hvort F eigi við það sama og
aðrir með dómum sínum, leggi sama skilning og aðrir í stjömur og
spumingarmerki eða dóma á borð við „vond“, „hæpin“, „góð“ o.s.frv.
Með viðtölum við F þykist ég þó hafa gengið úr skugga um að þetta sé
ekki ástæðan fyrir sérstöðu hans og þegar litið er á dóma hans í heild
verður ekki annað séð en hann leggi nokkum veginn sama skilning í
stjömur og spumingarmerki og aðrir þátttakendur í könnuninni. Eins
og aftur verður vikið að síðar virðist því óhætt að túlka dóma F svo að
beygingarsamræmi lúti að nokkru leyti öðmm reglum í málfræði hans
en í „málfræðum“ hinna þátttakendanna í könnuninni.
Eins og rætt var í HÁS geta aukafallsfrumlög aldrei ráðið beyging-
arsamræmi. Engu að síður þótti mér ástæða til að ganga úr skugga um
hvort það skipti máli í K7-12 að þar er þágufallsfrumlagið í 3.p.et., eins
og sögnin. Eins og sjá má í K13-18 virðist svo ekki vera: Munurinn á
K7-12 og K13-18 er greinilega ekki marktækur.
A B c D E F G x
K13 Þeim leiddist strákamir. -1 -1 0 -4 -0,5 -1 -3 -1,50
K14 Þeim áskotnaðist miklir peningar. -4 -4 0 -3 -A -1 -4 -2,86
K15 Þeim mistókst allar tilraunimar. -A -4 -1 -3 -4 -1 -4 -3,00
K16 Þeim líkaði ekki þessar athugasemdir. 0 0 0 0 0 0 -3 -0,43
4 Þessi setning er í öllu falli til muna verri en Honum skrikuðufcetur, en reyndar er
nefnifallsandlagið í þessu orðasambandi yflrleitt í eintölu.
5 Dómar C um K6 og K12 sýna væntanlega að hann hefur lagt annan skilning ífalla
en til var ætlast (sbr. að kökur geta fallið í bakstri) eða að hann getur ekki notað þessa
sögn með nefnifallsandlagi. Þessir dómar segja þá ekkert um samræmi.