Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 75
Um beygingarsamrœmi og málkunnáttu 73
A B C D E F G X
K38 Henni líkaði þú. -4 -4 -4 0 -2 0 -1 -2,14
K39 Henni líkaði við. -4 -4 -4 -4 -2 0 -4 -2,67
K40 Henni líkaði þið. -A -4 -4 -4 -2 0 -4 -3,14
Eins og fram kom í 2. kafla er það meginregla að sögn samræmist
nefnifallsandlagi í 3. persónu. Allt öðru máli gegnir um setningar með
nefnifallsandlagi í 1. eða 2. persónu: Fæstir geta yfirhöfuð fellt sig við
slíkar setningar og í öllu falli er samræmi þar útilokað. Athyglisvert
er að sumum finnast einhverjar setningar af þessu tagi skárri en ella ef
ekkert samræmi er í þeim og einn þátttakenda, F, telur þær þá reyndar
tækar. Til skýringar á þessum niðurstöðum gat ég þess til í HÁS að
eftirfarandi reglur giltu í máli flestra (hér er fremur lauslegt orðalag
látið nægja; sjá nákvæmari ffamsetningu í HÁS:64-65):
(12) a Samræmi við nefhifallslið er skyldubundið
b Nefhifallsandlög mega þó ekki ráða raunverulegu persónu-
samræmi
c Þriðja persóna er hlutlaus, ekki „raunveruleg“ persóna
Samkvæmt þessu verður óhjákvæmilega „regluárekstur" í setningum
með nefnifallsandlagi í 1. eða 2. persónu: Þar er annaðhvort brotið
Segn almennu samræmisreglunni (12a), eins og x K38^40, eða gegn
Persónusamræmisbanninu í (12b), eins og í K35-37. Fæstir sjá nokkra
leið úr þessum ógöngum og forðast því setningar af þessu tagi, en
þó er svo að sjá að einstöku málnotandi geti horft ffam hjá almennu
samræmisreglunni og því fellt sig við setningar á borð við K38-40, sbr.
ðóma F um þær.
Flestum finnst K34 betri en K35-40 og bendir það til þess að grein-
mgin í (12) sé nokkum veginn rétt. Formið líkaði er tvírætt, getur ýmist
Verið l.p.et. eða hin hlutlausa 3.p.et. Sé formið túlkað sem l.p.et. er
farið að almennu samræmisreglunni í (12a), en sé það túlkað sem 3.p.et.
er persónusamræmisbannið í (12b) virt. Þama verður regluáreksturirm
þyí ekki sýnilegur, og það er eins og mönnum finnist þeir bæði geta
sleppt og haldið. Þetta kemur enn skýrar fram í setningum með sögninni