Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 78
76
Halldór Ármann SigurÖsson
A B C D E F G X
K67 Þeim leiddist við. -A -2 -4 -1 -1 0 -3 -2,14
K68 Þeim leiddist þið. -4 -2 -4 -1 -1 0 -3 -2,14
K69 Þeim leiddist haim. 0 -1 -3 0 0 0 0 -0,57
K70 Þeim leiddust þeir. 0 0 -3 0 0 -1 0 -0,57
K71 Þeim leiddist þeir. -3 -1 -4 -1 0 0 -3 -1,71
Þessar niðurstöður þarfnast ekki ítarlegra skýringa og staðfesta í flestu
það sem þegar hefur komið fram: Sýnilegt samræmi við 1. og 2. persónu
nefhifallsandlög er útilokað í máli flestra, sumum finnst samræmisleysi
illskárra, setningar sem hafa sagnarform sem er tvírætt eða margrætt fá
betri dóma en setningar með ótvíræðum formum, F sker sig úr með því
að leyfa gegnumgangandi samræmisleysi og nú hallast E nokkuð að F í
þessu. Reyndar er athyglisvert að F sættir sig líka við samræmið í K56-
57. Almennt fá setningar með leiðast heldur skárri dóma en setningar
með líka, hvort sem um er að ræða samræmi eða samræmisleysi, og
kann það að stafa af því að leiðast er -sí-sögn og hefur því færri ótvíræð
form en líka.
3.3 Hálfsamræmi—fleiri en einn hjálparbás?
Samkvæmt greiningunni í (12) liggur bann við því að nefnifalls-
andlög ráði eiginlegu persónusamræmi, en ekki við því að þau ráði
tölusamræmi. Mér þótti því ástæða til að athuga hvort setningar með
1. eða 2. persónu nefhifallsandlagi væru skárri en ella ef í þeim væri
aðeins „hálfsamræmi", þ.e.a.s. tölusamræmi en ekki persónusamræmi.
Dómamir um K72-74 varpa ljósi á þetta atriði:
A B C D E F G X
K72 Henni líkuðu við. -4 -4 -4 -2 -A -4 -A -3,71
K73 Henni lflcuðu þið. -4 -4 -3 -2 -4 -4 -4 -3,57
K74 Henni leiddust við. -3 -3 -4 -1 -1 -2 -2 -2,29
Meðaltölin hér eru heldur hærri en í samsvarandi setningum með fullu
samræmi, sem hér eru endurteknar: