Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 81
79
Um beygingarsamrœmi og málkunnáttu
1(13) flyst sögnin úr sagnarplássinu (so) í hjálparbásinn, þar sem hún
fær þætti sína fyrir persónu, tölu, tíð og hátt, eins og lýst var í HÁS. í
(14) yrði hins vegar að gera ráð fyrir sagnarfærslu í mörgum þrepum:
Pyrst faerist sögnin úr sagnarplássinu í Há, þar sem hún fær háttargildi
sitt, síðan í T, þar sem hún fær tíðargildið, þá í Ta og loks í P. Þannig
hleður sögnin á sig þáttum eftir því sem hún færist ofar í formgerðinni,
fyrst þeim sem næst sagnstofninum standa í sagnarforminu (háttur, tíð)
en síðast þeim sem fjærst honum stendur (persóna).
Greiningin í (14) er óneitanlega svolítið ævintýraleg því að auðvit-
að eru allar þessar smáfærslur sagnarinnar ósýnilegar: Það er enginn
sýnilegur vottur þess í íslensku að sögnin geti nokkum tíma staðið í
t-d. tíðarbásnum (T; hins vegar em rök fyrir því í frönsku, sbr. Pollock
1989). Væri hálfsamræmi mögulegt mætti þó e.t.v. halda því ffam að
þessi greining hlyti athyglisverðan stuðning, eins og nú skal skýrt.
Ef gert er ráð fyrir formgerðinni í (14) má lýsa persónusamræm-
isbanninu í (12b) á einfaldan hátt. Við gætum þá sagt að það stafaði
^f því að í setningum sem hafa aukafallsfrumlag verði sögnin af ein-
hverjum ástæðum að staðnæmast í tölubásnum (Ta), þar sem hún fái
tölusamræmi, en megi ekki færast alla leið í persónubásinn og geti
Því ekki samræmst í persónu. Annar kostur væri að gera ráð fyrir að í
setningum af þessu tagi sé einfaldlega enginn persónubás. Sá galli er
þó á gjöf Njarðar að báðar þessar greiningar spá því beinlínis að hálf-
samræmið í K72-74 ætti að vera málfræðilega kórrétt. Þar sem þetta er
fjarn öllum sanni virðist ljóst að sú hugmynd að kljúfa hjálparbásinn
UPP í frumparta, og þar með greiningin í (14), hlýtur ekki stuðning af
Þgf./nf.-setningum. M.ö.o: Það er ekki sýnt að ávinningur sé af því að
§era ráð fyrir fleiri en einum hjálparbás í „málfræðum“ þeirra sem þátt
tóku í könnun minni á beygingarsamræmi.
4- Nokkur ályktunarorð um málfræði og málkunnáttu
Við erum nú nokkru fróðari um þgf./nf.-semingar og beygingarsam-
ræmi 1 þeim. Regluárekstur virðist vera kjami málsins. f máli flestra
hrefjast nefnifallsrökliðir fulls sagnarsamræmis en um leið liggur bann
við þvf að nefnifallsandlög ráði raunverulegu persónusamræmi. Af