Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Side 84
82 Halldór Ármann Sigurðsson
I (16a) er einföld aðalsetning ásamt aukasetningu, sem til glöggvunar
er höfð innan homklofa. í (16b) er spuming, þar sem spumarorðið er
andlag aukasetningarinnar (eins og gefið er til kynna með eyðunni) og
hefur verið fært út úr henni, ffernst í aðalseminguna. í (17) em aðstæður
allar þær sömu að öðm leyti en því að aukasetningin er atvikssetning
en ekki fallsetning, en nú bregður svo við að spumingin er með öllu
ótæk. Við vitum upp á hár að (16b) er góð og gild íslensk setning en
(17b) ekki, þótt enginn hafi nokkum tíma kennt okkur þetta og þótt þau
okkar sem ekki em sérmenntuð í setningafræði hafi sjálfsagt aldrei leitt
hugann að þessu. Og hér er vert að taka eftir því að ekki verður annað
séð en setningin í (17b) sé alveg „rökrétt“, eins og setningamar í (15).
Reyndar er það svo að það virðist nánast algilt í tungumálum heims-
ins (þeim sem hafa spumarfærslu) að það er hægt að færa spumarliði
(t.d. andlög) út úr fallsetningum en ekki út úr atvikssetningum (sbr. t.d.
Zaenen 1985; Chomsky 1981,1986). Það hefur enginn sagt íslenskum
bömum frá þessu, frekar en enskum, frönskum, rússneskum eða ísra-
elskum bömum, og þó taka þau að mynda kórréttar spumarsetningar
um og upp úr tveggja ára aldri, eins og ekkert sé sjálfsagðara (sbr. Sig-
ríði Sigurjónsdóttur 1988 og heimildatilvísanir hjá henni). Þá er enn
langt í að þau geti farið rétt í skó og enn lengra í að þau geti leyst
svolítið flóknari þrautir, s.s. að reima skóna. Og þó er þetta víslega
„fyrir þeim haft“. Bömunum er m.a.s. beinlínis kennt að fara rétt í skó
og reima þá, en það þætti víst heldur skrítið foreldri sem tæki upp á
því að fara að kenna baminu sínu hvenær beita megi spumarfærslu og
hvenær ekki.
Tungumálið er svo mikill hluti af okkur sjálfum að við eigum erfitt
með að gera okkur grein fyrir því hvað í því felst að kunna það, höf-
um tilhneigingu til að líta á málkunnáttuna sem sjálfsagðan og frekar
einfaldan hlut. Það er t.d. algengt að menn fari niðrandi orðum um
þekkingu almennings á móðurmálinu. En þótt það verði ekki gert hér
má leiða að því haldgóð rök að tungumálið sé langsamlega flóknasta
tákn- og rökvenslakerfi sem um getur, t.d. miklum mun flóknara en
táknmál algebrunnar eða reglur manntaflsins. Og af því sem að ofan
segir, og fjölmörgu öðru, má ráða að við öðlumst með einhverju móti