Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 86
84
Halldór Ármann Sigurðsson
um“ sem vera skal og bera hana saman við aðrar „málfræðir", bæði
íslenskar og útlendar.
Það er auðsæilega lítill vandi að benda á setningar eins og í (15) og
(17b), sem em beinlínis rangar, en það hefur heldur lítinn tilgang að
brýna fyrir skólaæskunni að forðast rangar setningar. Hún gerir það án
brýningar, því að það er nú einu sinni eðli tungumálsins að með því
mynda menn réttar setningar en ekki setningar sem em rangar, nema
þá af slysni. Samkvæmt málkunnáttu eða málfræði mjög margra er það
t.d. rétt mál að segja mér langar, en samkvæmt málfræði annarra er
rétt að segja mig langar, á sama hátt og það er rétt í sumum „íslenskum
málfræðum“ að segja [a] í langur banki og rétt í öðmm „íslenskum mál-
fræðum“ að segja þar [au]. En þótt málkunnáttufræðingar hljóti að líta
svona á málið þýðir það ekki að þeir hafi eitthvað á móti skólamálfræð-
inni og leiðbeiningum hennar um gott eða vandað málfar. Þótt menn
líti svo á að allar „íslenskar málfræðir" séu réttar í þeim skilningi að
þær em í samræmi við málkunnáttu einstaklinganna geta menn haft þá
skoðun að ein íslensk málfræði sé annarri betri, vandaðri eða æskilegri
út frá einhverjum tilfinningalegum eða pólitískum sjónarmiðum.
Mjög mikið af þeirri málumræðu sem fram fer í skólum og fjölmiðl-
um snýst reyndar um ólíka stfla og mismunandi málsnið, gott mál og
vont, fremur en rangt og rétt í skilningi málkunnáttufræðinnar (sbr.
M&S, einkum 6. kafla). Þessi skilningur málkunnáttufræðinnar á því
hvað sé rétt mál og hvað rangt er stundum gagnrýndur en ég held ég
megi fullyrða að sú gagnrýni stafi af hugtakabrenglun og misskilningi
á því hver séu eðlileg mörk á milli máluppeldis og málrannsókna (sbr.
einnig M&S). Það má vel ætlast til þess af málfræðingum að þeir leggi
máluppeldismönnum lið en það gera þeir ekki með rangri hugtakanotk-
un eða með því að leggja af rannsóknir á veruleikanum, íslensku máli
eins og það er í rauninni talað og málkunnáttu íslendinga.
Sú rannsókn sem hér hefur verið sagt frá beinist aðeins að örlitlu broti
málkunnáttunnar, beygingarsamræmi í þgf./nf.-setningum. En hún sýn-
ir að jaftivel á þessu örsmáa sviði er þekking okkar forvimileg og
margbrotin, þótt hún byggist ekki nema að ákaflega takmörkuðu leyti á
reynslu og að engu leyti á forskriftum skólamálfræðinnar. Og hún sýnir