Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 150
148
Kristján Árnason
gamla, stutta /0/-hljóðinu og örlögum þess. Ég mun reyna að grafast
eins vel og hægt er fyrir um örlög þess, og þá sérstaklega kanna hvenær
það afkringist eins og í g0ra > gera og hvenær það helst kringt eins
og í hr0rna > hrörna og fellur saman við gamalt /q/. Ekki verður þó
komist hjá því að fjalla ögn um önnur frammælt, kringd hljóð um leið
og könnuð eru örlög 0-sins.
Niðurstaða mín er sú að verkað hafi saman, og stundum hver gegn
öðrum, ýmsir kraftar, sumir hljóðlegir og aðrir beygingarlegir og jafn-
vel félagslegir, eða mállýskulegir, þannig að örlög 0-hljóðsins hafi lotið
býsna flóknum lögmálum, ef lögmál skyldi kalla. I raun má segja að
það hvaða myndir urðu ofan á í staðalmáli nútímans hafi verið nokkrum
duttlungum undirorpið.
2. Uppruni frammæltra, kringdra hljóða
Frammælt, kringd hljóð í fomíslensku eiga sér í grundvallaratriðum
tvenns konar uppruna. Þau geta verið til komin fyrir kringingu gam-
alla frammæltra, ókringdra hljóða með u- eða w-hljóðvarpi, eða við
frammælingu gamalla uppmæltra hljóða með /- eðay'-hljóðvarpi. Ekki
er venja nú orðið að gera ráð fyrir því að til hafi verið fleiri en ein „gerð“
af y-hljóðum, eða 0-hljóðum, eftir uppmnanum. Slflcar hugmyndir voru
þó settar fram hér áður fyrr. T.a.m. taldi Marstrander (1915:72-3) að
fyrst eftir hljóðvörpin hefði verið munur á tveimur nálægum hljóðum,
og Finnur Jónsson (1921:240-41) tók í sama streng. Antonsen (1961)
hefur líka haldið því fram að fyrst eftir hljóðvörpin hafi verið í kerfinu
tvenns konar hljóðvarpshljóð, eftir því hvort um var að ræða /-hljóðvarp
eða M-hljóðvarp. Hreinn Benediktsson (1963:418-20) telur hins vegar
að ekki sé neinn fótur fyrir þessu.
Samkvæmt viðteknum hugmyndum eru þá í elsta íslenska sérhljóða-
kerfinu 9 hljóðgildi, og þar af tvö frammælt og kringd: y og 0. Þessi
gátu svo verið löng eða stutt, og á elsta stigi er gert ráð fýrir að til
hafi verið nefjuð slflc hljóð. Auk þess var til frammælta, kringda tvi-
hljóðið ey. /7/w-hljóðvarp myndaði frammælt, kringd hljóð í dæmum
eins og: syngva (< *singwan), s0kkva (< *sekkwan), ýkva (< *wikwan,
sbr. víkja), keykva (< *kweikwan), sbr. kveikja. (Ekki virðast þess nein