Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 151
Um örlög 0 í íslensku
149
dæmi að langt 0 verði til fyrir tilverknað M-hljóðvarps.) Við ///-hljóðvarp
urðu slík hljóð til t.a.m. í flytja (< *flutjan), 0xn (< *oxniR), d0ma (<
*dömijan), sýpr (< *súpiR) og gleyma (< * glaumijan). Auk þessa er gert
ráð fyrir því að einhvers konar samverkun hljóðvarpsvaldanna tveggja
hafi íeitt til þess að upphaflegt a hafi bæði frammælst og kringst, í
dæmum eins og 0ðli (< *aðulija) og g0rr (miðstig) (< *garwiR). Ekki
er heldur getið neinna dæma um þess konar áhrif á langt hljóð. (Um
Þetta má fræðast frekar, m.a. hjá Noreen 1970 (1923):56—86 og Iversen
1973:17-21.)
Afkringingar
En eins og kunnugt er tók þetta kerfi snemma að riðlast, og hlutir
þróuðust að sumu leyti með ólíku móti í langa og stutta kerfinu, eins
°8 Hreinn Benediktsson hefur lýst einna best (sjá t.a.m. Hrein Bene-
diktsson 1959,1970), og meðal þeirra breytinga sem áttu sér stað voru
afkiingingar á frammæltu, kringdu hljóðunum. En þessar breytingar
v°ru misreglulegar eins og nánar skal rætt hér á eftir.
Ef við byrjum á því að líta á afkringingu á gömlu, löngu 0, þá er jafnan
8ert ráð fyrir að það hafi afkringst fullkomlega reglulega í íslensku og
fallið saman við langa, fjarlæga [æ]-hljóðið sem til hafði orðið við i-
hljóðvarp á löngu á. Þannig féll 0 íf0ra og d0ma saman við œ í lœti og
fcwf o.s.frv. Talið er að þetta hafi gerst í kringum miðja 13. öld. Þessi
^fkringing var fullkomlega regluleg í íslensku, en átti sér ekki stað í
Öðrum norrænum mállýskum, t.a.m. norsku (Lundeby 1947.30,71).
Önnur fullkomlega regluleg breyting sem varð í þessu sambandi
er afkringing langs ý > í, þar sem sýna féll saman við sína o.s.frv.
Samkvæmt Hreini Benediktssyni (1977) eru engar undantekningar
frá þessari breytingu, en Eggert Ólafsson nefnir þó orðið diuid fyr-
ir dýrð (sbr. Guðvarð Má Gunnlaugsson 1988:14, Áma Böðvarsson
l95l:161).
Eegar litið er á stuttu sérhljóðin og tvíhljóðið kemur hins vegar í ljós
ýnaiss konar óregla. Afkringing á gömlu ey [0y] > ei, geyma, Reykja-
]ik’ er nokkuð regluleg, en undantekningar eins og Baula (< Beyla)
1 Eorgarfirði, Rauðará (< Reyðará) eru til, og Eggert Ólafsson getur