Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Síða 153
Um örlög 0 í íslensku
151
skýringartilraunir á þessu er Noreen (1970 (1923)). Hann gerir grein-
urmun á því sem hann kallar opið (offenes) og lokað (geschlossenes) 0
°g telur (bls. 107) að það sé lokað 0 sem skiptist á við e. Hann segir þó
að í ýmsum tilvikum sé erfitt að finna reglu sem gert gæti grein fyrir
þessu. Meðal dæmanna sem hann nefhir um afkringingu eru: kemr, sefi,
treðr, þerði (vth. þt. af þora), frerinn (f. fr0rinn), steðr, (flt. af stoð),
sener (flt. af sonr), efri, nerðri (miðst. af norðr), exn (flt. af oxi).
Samkvæmt Noreen varð lokað 0 til á fleiri en einn hátt. Það gat orðið
til við /-hljóðvarp af oí dæmum eins og s0nir (af sonr), n0rðri (miðst.
af norðr), 0xn (flt. af oxi). Það getur einnig komið fram við /?-hljóðvarp
af o í dæmum eins og forskeytinu 0r-, sem hann rekur til germansks
*uz. í þriðja lagi getur lokað 0 orðið til við M-hljóðvarp af e, þ.e. við þær
aðstæður þar sem klofning gat ekki átt sér stað. Þetta telur hann að eigi
sér stað einkum á eftir r. Dæmi um þetta eru myndimar gr0ru og r0ru
f- greru og reru. Hér nefnir hann líka dæmi eins og r0kkr og d0kkr. 0
sem til er komið fyrir v-hljóðvarp áeerí orðum eins og r0kkva, s0kkva,
*k0t (> nútímamál: kjöt, ket).
Opið 0 kemur fram skv. Noreen við /-hljóðvarp af Q í dæmum eins
°g 0ðli (< *aðulia), ofþ0gli (< *-þagulia) og við u-hljóðvarp af (stuttu)
05 eins og í 0x (< *ækus- < *akwis-), 0rr (< *arwiR), s0kkr kk. (<
*sanlcwiR) (í samböndum eins og „skip liggur í sökk ), miðstigið gQn
*garwiR) af ggrva. í þessum tveim síðastnefndu tilvikum er oft talað
Urn samvirkt hljóðvarp þar sem fram koma frammælingarahnf frá i/j
°g kringingaráhrif frá u/v.
Eins og áður sagði er það samkvæmt Noreen lokað 0 sem skiptist
á við e. Ekki er fullkomlega ljóst hvað Noreen á við þegar hann talar
um muninn á þessum tveimur 0-hljóðum. Beinast liggur við að túlka
hugmyndir hans svo sem hann telji að a.m.k. á emhverju stigi hafi verio
Ulu uð ræða tvö fónem, og hafi munurinn á þeim þá e.t.v. legið í því
»,opna“ 0-ið hafi verið ögn fjarlægara og e.t.v. uppmæltara en hitt
^br. t.a.m. Noreen 1970 (1923):44). Haugen (1982:31 o.áfr.) tekur upp
þessar hugmyndir Noreens að hluta og telur að til hafi verið á einhverju
stigi tvö hljóð sem samsvara 0 og að hið fjarlægara sé til komið fyrir
samverkandi áhrif /- og u-hljóðvarps. Þóra Hjartardóttir (1984:198-9)