Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Side 154
152
Kristján Árnason
hefur þó uppi miklar efasemdir um réttmæti þessa í ritdómi.1
Leijström (1934) setur fram hugmyndir til að skýra hvenær afkring-
ing verður og hvenær ekki. Hann telur (1934:326) að 0 sem komið
er af o með i- eða /?-hljóðvarpi hafi afkringst reglulega, en önnur 0
hafi haldist kringd og fallið saman við p. Hann er sama sinnis og No-
reen um það að munurinn á þróuninni eigi rætur að rekja til munar
á hljóðgildi 0-anna (1934:324). Hann virðist telja að þau hljóð sem
afkringdust hafi verið nálægari en þau sem héldu kringingu. Það virðist
þó vera einhver munur á hugmyndum Leijströms og Noreens, t.a.m. sá
að Leijström telur að 0 sem leitt er af e með u/w-hljóðvarpi, eins og
í s0kkva, (áhrifslausri sögn) hafi verið fjarlægt, þar sem Noreen telur
það ‘nálægt’ (geschlossen).
En Leijström verður að gera ráð íyrir mörgum undantekningum,
ekki síður en Noreen. Orð eins og 0x, 0ðli verða fyrir afkringingu: exi,
eðli, þótt þau séu til komin fyrir samvirkt hljóðvarp og leidd af upp'
haflegu a, og Leijström verður að grípa til ýmissa vafasamra bragða.
Einnig eru undantekningar í hina áttina. Þannig afkringjast ekki hljóðin
í hr0rna (< germ. * *hruza, sbr. fe. hryre, ‘hrömun, dauði’) og k0rinn
(af kjósa), og eins er um neitunarforskeytið 0r- (< *oR- < *uz-), sem
ekki afkringist nema í undantekningartilvikum. Algengast er að for-
skeytið haldist kringt: örendur, örsmár, örlítill, en þó em dæmi þess að
það afkringist í orðum eins og erindi, og staðamafninu Effersey, sem
er gömul talmálsmynd fyrir Örfirisey, eins og nánar verður vikið að
síðar.
Næstur í röð þeirra sem reynt hafa að skýra þróun frammæltu, kringdu
hljóðanna er Sveinn Bergsveinsson (1955). Hann segir (á bls. 20) að
1 Hugmyndin um tvenns konar 0 minnir ögn á hugmyndir Antonsens (1961), sern
áður var á minnst. Antonsen gerir ráð fyrir tvenns konar hljóðum sem samsvara hefð-
bundnu 0, en hann hefur aðrar hugmyndir um hljóðgildið, því hann gerir ráð fyr“
að það hafi ráðist af uppruna hljóðsins. t/-hljóðvarpshljóðið af /e/ telur hann að hafi
verið uppmælt ókringt hljóð: /a/, þar sem áhrif «-sins í dæmum eins og s0kkva
*sekkwa(n)) hafi verið í því fólgin að breyta myndunarstaðnum og færa hann aftat-
Hann telur sem sé að w-hljóðvarpið hafi hegðað sér eins og i-hljóðvarpið og haft áhn
á myndunarstaðinn, frekar en kringinguna, eins og almennt er talið. 7-hljóðvarpið á þ3
að hafa valdið frammælingu og «-hljóðvarpið uppmælingu.